Verslunar ferð í Kuala Lumpur Ég ætla að taka mig hér til og segja ykkur aðeins frá verslunarferð sem ég fór í til Kuala Lumpur Malasíu en þar er ég einmitt búsettur í augnablikinu. Ég bý í litlum bæ 100þúsund manns, og það er ekki möguleiki að versla hérna, þannig að ég ákvað að skella mér til KL eins og heimamenn kalla borgina. Í KL búa um 5.000.0000 manns og er hún stærsta borg malasíu. Þar sem umferðkerfið í Malasíu er ekkert til að hrópa húrra yfir sátum við föst í traffík í um klukkustund þegar við komum inn í borgina.

Um leið og úr rútunni var stigið fórum við beint í það að versla, þar sem ég fæ allan minn pening í íslenskum krónum er Malasía hreinst heven til að versla í, rm1 (rinngitt) er 20kr. Eitt af því besta við að versla í Malasíu er að þú ert alltaf ávarpaður sem sir eða miss, svo sakar ekki að þú sért hvítur, þá er allgjörlega hoppað í kringum þig, maður á það á hættu að missa sig, skellti mér í Levi’s gallabuxna búð (þó svo að mér vantaði í raun ekki gallabuxur) en þar sem verðlag og sölufólk voru frábært, skellti ég mér á eitt par, þessar buxur voru dýrasta flíkin sem ég keypti, rm 260 (5200kr) þykja líka all svakalega dýrar hérna, Svo var ég svo heppinn að ráfa inn á útsölu hjá rosalega flottri búð sem ég var búinn að heyra um frá öðrum skiptinema, Sub heitir hún, selur svona Formal-casual föt, Nældi mér þar í 3 ullar vesti á 500kr hvert, buxur og skyrtu, allt saman á sirka 2700kr, einstaklega góð kaup miða við að þetta er svakalega fín föt og flott merki, og mjög dýr búð. Svo var það bara veitingahús og hótel.

Daginn eftir fórum við í KLCC sem er verslunarmiðstöð sem selur bara það flottasta og er staðsett undir Petronas Turnunum, skelltum okkur á SUSHI stað og versluðum smávegis, aðalega bækur og eitthvað, fékk ekki að njóta mín því hitt samferða fólkið mitt fannst allt svo brjálæðislega dýrt þarna og vildi strax fara. Eftir KLCC skelltum við okkur á Times Square sem er stærsta verslunarmiðstöð Malasíu, 9 hæðir og yfir 1000 verslanir og skemmtigarður, og eins og áður var allt of lítill tími, sem ég eyddi í að hlaupa upp og niður 9 hæðir í leit af aðal Sub búðinni, sem ég fann svo rétt áður en við ætluðum að fara, með miklum persónutöfrum tókst mér að sannfæra systur mínar um leifa mér að kíkja, þessi búð var himnaríki og þangað fer ég sko aftur, fann þar rosalega flotta hliðartösku “mans bag”. Var dreginn þaðan út og við þutum í áttina að rútustöðinni, þökk sé mér og umferðinni í KL misstum við næstum af rútunni til baka.

2 dagar er allt of lítill tími til að eyða í Kuala Lumpur, ef þið ættlið í alvöru verslunar ferð, takið ykkur í minnsta lagi 3-4 daga, þurfið að hafa heilan dag til að geta skoðað ykkur um, tala nú ekki um þegar þetta erum 9 hæða moll.

Verslunarferð í KL