Ég, eins og flestar aðrar unglingsstelpur, á það því miður til að hugsa mikið út í útlitið, hvaða skó og föt mig “vanti” og hvernig og hvar ég fái svo allt þetta.
Þá er oft gott að finna svokallaða basic-hluti sem gott er að eiga í fataskápnum, einfaldan fatnað sem hægt er svo að hlaða á til að skapa sitt eigið einstaklingsútlit. Því hvað græðir maður eiginlega á því að kaupa sér kannski alveg geðveikann jakka, ótrúlega óhefðbundinn 12.000 króna fjanda, sem slær alveg í gegn í svona mánuð, en svo gengurðu aldrei aftur í? :S
-Og þar sem ég hef lent í þannig aðstæðum áður ráðlegg ég ykkur, þeim sem vilja kannski vera öðruvísi, bara ekki alveg langt út fyrir strikið (þótt að þannig týpur séu oft fáránlega svalar, hentar bara ekki öllum…), að kaupa frekar bara öðruvísi boli, skart og annað smádót á meðan. Ekki endilega hlaupa út eftir þessum appelsínugula flauelskjól bara af því að rassinn á þér virðist minni í honum aaaaalveg strax.
En þetta árið hef ég uppgötvað snilldarhluti sem flestum líkar mjög vel við, maður gengur í og nýtast oftar en einu sinni. Í mínu tilfelli eru það…
-Skinny buxur: Frekar einfaldar og þröngar alveg niður. Passa vel við flesta boli, einnig allskonar skyrtur og peysur í yfirstærð, þessar buxur draga athygli að rassinum, og löngu leggjunum þínum.
-“Litlir” skór: Skór sem þið flestar kannist trúlega við, lágbotna skór, í öllum litum regnbogans, oft með palíettum, slaufum o.fl… (Ná ekki að hylja ristina, ekki beint vetrarskór en samt góðir;))passa við skinny buxur, pils af öllum gerðum o.fl. voða krúttlegir og þægilegir :)
-Einföld hettupeysa með rennilás: ok, þetta er ALLSTAÐAR! -og ástæða til, þær eru þægilegar, einföld hönnun, flottar í t.d. svörtu eða gráu, síðerma og passa við allt. Margar flottar komnar frá merkjum eins og BlendShe og sérstaklega Sparkz.
-Einfalt, stutt pils: Bara gott að eiga til að fara út á “djammið” eða hvert sem ferðinni er heitið ;), passar m.a. við þessa skó sem ég lýsti áðan, eða bara þessi sívinsælu stígvél sem allar stelpur virðast eiga :P Munið bara að tékka á vindkraðanum áður en þið skjótist út í þessum elskum stelpur mínar, og ekki hlaupa upp neina stiga :P
….Jæja, ég veit að ég er engin Dalai Lama fataskápanna, margir vitrari um þetta en ég, en ég les minn skammt af þessu tískublaðarusli svo mér fannst ég verða að reyna e-ð á þetta :) (fyrsta greinin mín svo verið góð:P )
—annars finnst mér eftirfarandi einnig nauðsyn í mínum fataskáp:
Strákabuxur, stór V-hálsmálspeysa, svartar sokkabuxur (er bara ekki brúnkutýpan:)), stór hettupeysa, skyrta…og svo auðvitað nokkur pör af uber-flottum nærum fyrir þessa daga sem maður bara þarfnast þeirra :P
…hvað með ykkur? =)