Eins og margir vita sem fylgjast með tískunni þá var tískuvikan nýbyrjuð í New York þegar að þessi hræðilegu hryðjuverk voru framin og að sjálfsögðu hafa ekki verið neinar sýningar síðan á mánudag. Margir af helstu fatahönnuðum landsins eiga einmitt eftir að sýna fatalínur sínar fyrir næsta vor og sumar. Venjulega er þetta stór viðburður í tískuheiminum en skiljanlega hefur þessu verið frestað eins og svo mörgu öðru.

Í tilkynningu frá stjórnendum tískuvikunnar kemur fram að búast má við að sýningarnar sem eftir eru verðu haldna 22. – 24 október en framkvæmdastjóri tískuvikunnar segir að þeir séu í stöðugu sambandi við hönnuðina og er verið að reyna að finna út úr því hvar í New York sýningarnar geti farið fram og á viðeigandi tíma.