Förðun fyrir haustið. Mig langar að segja ykkur stelpur frá því hvað er það heitasta í förðun fyrir haustið (ég er föðrunarfræðingur).

Augun: Það sem er heitast núna er rosalega sterk förðun sem kallast smoky. Það mætti segja að þessi förðun sé svona næstum því eins og frá því í gær og sé farin að renna svolítið til.

Hvernig á að gera: Til að byrja með er notaður býantur, annaðhvort svartur eða brúnn en þá á ég ekki við þessa blýanta sem að við notum jú flestar heldur púðurblýanta. Gerðar eru línur eins nálægt augnhárunum og hægt er og upp á augnlokið og svo er þessu dreyft yfir augnlokið með púða sem fylgir yfirleitt með þessum blýöntum. Næst er augnskuggi settur yfir þetta allt saman, helst í brúnum eða gráum lit en það má alveg nota aðra liti líka. Það er ekki nauðsynlegt að nota þessa púðurblýanta og þá er augnskugginn settur beint á augnlokið. Augnskugginn fer aðeins á augnlokið en honum er blanað vel og má fara aðeins upp að augnbeininu. Næst er þessi blýantur sem við notum meira settur undir augun og jafnvel innan á þau til að ná sem flottasta “lúkkinu” og að lokum er það svo maskarinn.

Kinnar: Í haust er kinnaliturinn að komast aftur í tísku en ekki eins og hann var á 9. áratuginum. Nú þykir rosalega flott að vera með eplakinnar og líta út eins og maður sé vel útitekinn.

Hvernig á að gera: Notið stórann og mjúkann bursta og pleikan kinnalit. Liturinn er settur á kinnarnar til að skapa þetta eplakinnalúkk. Dreyfiðu honum vel upp að kinnbeinum og til að toppa allt má setja smávegis kinnalit á nefbroddin, en bara smávegis og blanda skal vel.

Varir: Vegna þess hver augnförðunin er sterk er ekki hægt að hafa sterka liti á varirnar. Það heitasta í dag er náttúrulegur litur sem góðum glans.

Hvernig á að gera: Veljið ykkur lit sem líkist húðlit ykkar aðeins frekar en lit varanna. Gott er að hafa varablýant í svipuðum lit en það er ekki nauðsynlegt. Ef að þið eruð ekki að fíla svona ljósanlit á varirnar notið þá aðeins dekkri lit, en ekki fara út í mjög dökkann.


Vonandi geta þessi “tips” komið að einhverjum notum.