Getum við virkilega sagt og meint að það sé sumartíska á Íslandi? Þegar vorið kemur (yfirleitt í júní) þá fækkar fólk fötum og þá er ég aðallega að tala um að fólk sleppir því að fara í jakka utanyfir. Ég varð fyrir því láni í sumar að skella mér til Köben og þá kom í ljós hjá mér að við erum engan veginn með sumartísku hér heim. Sumar síðbuxur (qvartbuxur) Sumarkjólar, sumarbolir, sólgleraugu og sandalar voru ráðandi í tísku kaupmannahafnar.

Á Íslandi er horfir hinsvegar annað við. Hér klæðum við okkur í sömu föt hvort sem það er vetur eða sumar, vor eða haust. Rúllukragabolir á karlmönnum virka allt árið um kring og kvenmenn fara ekki í stutt pils nema þau séu að fara út að skemmta sér. Auðvitað er ástæðan væntanlega sú að veðurfar á Íslandi býður ekki upp á “alvöru” sumartísku. Straumar í tísku hérlendis eru yfirleitt vetrartíska stórborga Evrópu. Getum við með einhverju móti innleitt sumartísku á Íslandi, er það séns, eða verður engin hugarfarsbreyting og við sjáum alltaf fólk á veturnar sem er eins klætt eins það var um sumarið að drepast úr kulda inni í Kringlu??

Kveðja,
Gucci