Hvað er málið með þessa fordóma gagnvart fólki með Lokka framan í sér eða “furðulegar” hárgreiðslur. Mikið af fólki halda að þegar maður sé með eitthvað svona “glingur” í andlitinu þá sé maður á bólakafi í dópi og vitleysu.
Ég t.d er með 7 pinna í andlitinu með eyrunum töldum með, og ég veit um endalaust af fólki sem hefur haldið því fram að ég sé eitthver svaka dópisti og á kafi í eitthverri vitleysu, sem ég er nú ekki!
Tvisvar sinnum hef ég rakað á mig hanakamb og svo rakað bara undir hárið (bara hár á toppnum), í fyrra skiftið sem er soldið síðan þá starði fólk á mig útá götu eða hélt ég hefði mist hárið útaf krabbameini eða ég gengi með hárkollu og þess háttar. En núna fyrir stuttu fékk ég mér kamb og það var á þessu tímabili þar sem allir voru með þennan víðfræga “beckham-kamb” og þá er þetta bara fínt og flott og bara í fínu lagi. Núna sér mar litla fótboltastráka hér og þar með hanakamba og engin sér neitt að því..
Fólk actually brosir til mans og spyr hvort mar fíli Beckham.
Er það málið, verður eitthver fræg manneskja að brjóta ísinn og þora að gera eitthvað til þess að það sé ekki litið á mann sem eitthvern aumingja?

Ef að t.d Davíð Oddson myndi taka sig til einn daginn og láta skjóta í sig svona 2 lokkum eða svo… Myndi það þá vera inn í dag, myndu allir pólítíkusar fá sér svona og vera þar með “inn”