Sú þróun hefur átt sér á stað á Íslandi að Íslendingar ganga í merkjavöru. Ef þú átt ekki Nike, Adidas, X-18 eða Puma strigaskó þá ertu ekki maður með mönnum. Allstaðar í kringum sig heyrir maður að það sé “púkó” að kaupa föt í Hagkaup ekki satt? En hver segir að þau föt séu ekki eins vönduð og annað sem fæst í kringlunni? Nú eru fatamerkin jafn misjöfn eins og mennirnir eru margir. Það er ekki lengur spurt hvernig jakka ertu í? heldur er spurt hvar maður hafi fengið jakkann. Ef maður svarar “í 17 eða Hanz eða Cosmo og svo frv.” þá er litið á það allt öðrum augum heldur en ef maður myndi segja Hagkaup. Fólk virðist ekki átta sig á því að verzlanir eins og 17, cosmo, hanz og fleiri þurfa líka á ódýrri vöru að halda til þess að fólk kaupi föt í þeirri verslun. Við skulum svo ekki gleyma að það er þvílíka álagningin í þessum verzlunum (400%)

Auðvitað er ég ekki að segja að Hagkaup séu með stórkostlegar gæðavörur, en það er þessi Meðaltíska sem virkar á Íslandi. Ef maður kaupir skó sem kosta undir 7-10.000 kr. þá er það einfaldlega labelað sem drasl skór ekki satt? Þess vegna er álagning svona stórkostleg á Íslandi. Afhverju eru tískuvöruverzlanir á Íslandi sem leggja meiri metnað í innréttingarnar á staðnum frekar en fötin sem þau selja, afhverju eru tískuvöruverzlanir á Íslandi þar sem maður kemur inn og manni liður eins og maður sé á Listasafni? Afhverju virðist það vera reglan að þær tískuvöruverzlanir sem eru með fæst föt eru alltaf dýrustu verzlanirnar? Mynduð þið kaupa tískuflík á yfir 100 þúsund kr? Af hverju kaupir maður dýra flík sem maður er viss um að fer hvort eð er úr tísku eftir innan við ár? Dæmi, Sumarið 2000 var risastórt sumar í “Hvítum buxum” Hvítar buxur eru ekki lengur í tísku og þeir sem klæðast þeim eru litnir hornauga.

Kveðja,
Gucci