Paul Booth - Fyrsti hluti Paul Booth - Brings dark things into life!!

Ég tók mér það bessaleyfi að þýða þetta viðtal og skyggjast í leiðinni inn í líf flúrarans Paul Booth, sem er snillingur að mínu mati… Viðtalið er langt og ætla ég að skipta því niður í 3 hluta.. Hér er sá fyrsti, hinir koma von bráðar… Þetta er ábyggilega ekki 100% rétt þýðing á sumu en ég gerði mitt besta!! :)
Þetta viðtal var tekið af Chuck B. í desember 2003 fyrir Prick Magazine

“Tónlistariðnaðurinn hefur Ozzy, en tattoo-áhugafólk hefur sinn eigin ”Prince of darkness“ - Paul Booth. Í yfir áratug, hefur New York búinn sem sérhæfir sig í dökkum og djöfullegum myndum heillað aðdáendur og aðra flúrara með hæfileikum sínum sem bæði flúrari og listamaður.
Þótt hann hafi ekki fengið neina formlega kennslu – bara ”reynslu af mistökum, bókalestri og umræðum við vini sína" – er hann talinn vera innblástur fyrir óteljandi listamenn fyrir skyggðu myndirnar sínar og ýtt mörkunum á listrænni þróun út í tattoo bransann “Mig langar að fara í listaskóla einhvern daginn” segir Booth, “En ég er hræddur við að vera forritaður.”

Upphaflega frá Boonton, New Jersey, býr hann núna í New York þar sem hann mun stjórna innan skamms eigin útvarpsþætti sem hann kallar “Beneath the Needle: Tattoo radio” á SIRIUS Satellite Radio. Við náðum í hann stuttu eftir að hann hætti að túra með hljómsveitinni Slayer, þegar hann flúraði gítarleikarann Kerry King. Okkur er það sérstakur heiður að titla hann okkar “Big Dog” þennan mánuð."

"Chuck: Hafðirðu listræna hæfileika sem krakki eða var það eitthvað sem þú uppgötvaðir seinna í lífinu?

Paul Booth: Já, ég hafði listræna hæfileika sem krakki. Ég var aldrei valinn í körfuboltaliðið þannig ég sat bara heima og teiknaði myndir.

Chuck: Hvenær byrjaðirðu að flúra og hvernig komstu inn í þann bransa?

Paul Booth: Áhugi minn á að flúra hófst þegar ég fékk mitt fyrsta tattoo – Nafnið á dóttur minni “Tabhita.” Að sitja í stólnum og horfa á nálina fara í gegnum skinnið, fékk mig til að verða mjög forvitinn af þessari gerð af list. Ég gerði mitt fyrsta tattoo í Nóvember 1988 og hef ekki stoppað síðan.

Chuck: Þú átt ættingja sem hefur verið í þessum bransa lengi – “East Coast Al” í Kansas? Hafði hann áhrif á þig?

Paul Booth: Al var einn af þeim fyrstu í bransanum sem gaf mér tíma dagsins. Hann gaf mér fullt af góðum ráðum, og ráðstefnan hans í Kansas city var í raun sú fyrsta sem ég vann að. Í þeim skilningi, varð hann “tattoo frændi” minn. Þannig hann verður alltaf Al frændi.

Chuck: Hvaða flúrarar hafa veitt þér innblástur? Hvað líkar þér í fari þeirra og hvernig fellur þú það inn í þinn eigin stíl?

Paul Booth:
Greg Irons: Ef þú veist ekki hver hann var, þá ert þú ekki neins verðugur. Ég man eftir fyrsta verki Greg Irons, það var dreki á hendi (sleeve) þessi dreki snerist inn og út úr vatni, víddin var alveg ótrúleg.. Það var þá þegar ég uppgötvaði að ég gæti notað þetta í mínum stíl.

Bob Roberts: Hann labbaði upp að mér á ráðstefnu og hrósaði mér mikið í byrjun á ferlinum mínum og veitti mér mikinn innblástur. Hann sagði að honum litist mjög vel á skyggðu flúrin sem ég gerði og hélt svo áfram og spurði hvort ég gæti þetta ekki án þess að nota þynntan svartan lit. Bara að nota venjulegan svartan lit. Ég hugsaði “Holy shit, það hvarflaði aldrei að mér að það væri hægt!” Og þá uppgötvaði ég hvern ég væri að tala við.

Jack Rudy: Hann er sá sem sagði mér frá svarthvítum flúrum. Hann hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að byrja.

Guy Aitchison: Mér finnst Guy vera sannur hugsjóna listamaður. Mér hefur alltaf fundist mjög hvetjandi að tala við hann.

H.R. Giger: Hann sagði mér einu sinni að þegar flúrarar færa sig yfir á pappír eða striga, færi eitthvað úrskeiðis. Ég, að sjálfsögðu, var ekki sammála og fannst ég þurfa að gera minn hlut í að hjálpa til við að breyta skilningi almennings á hæfileikum flúrara eins og góðum listamanni sæmir. Héðan í frá, allt innihald listarinnar í húðflúri sýnir hvað ég get gert (Tattoo the Earth and Massachusetts tattoo festival.)
Ég verð virkilega að segja að það eru alveg óteljandi fleiri sem ég hef ekki nefnt hér. Þetta eru þeir sem koma upp í hausnum akkúrat núna."


Nóg í bili … Vil ekki hafa þetta of langt í einu! :) Framhaldið kemur vonandi bráðum!!