Ég bara stenst ekki mátið!

Þetta eru mínir skór=

———-

Converse skórnir= Þeir eru háir (alveg upp á miðja kálfa) og eru svona ljóskremlitaðir ..eða voru (orðnir frekar skítugir við mikla notkun) og svo er saumuð mynd af dreka á annarri hliðinni.
Það skemmtilega við þá er að ég hef ekki séð neinn annan hérna á Íslandi í nákvæmlega eins skóm. Eða þegar ég hugsa útí það..þá hef ég aldrei séð neinn annan í svona skóm…en það hljóta samt einhverjir að eiga eins.. haha

Keyptir í pínulítilli búð á Mallorca (Palma) fyrir ca. 6000 kr.

———-

Puma = Þeir eru svartir og hvítir ..og hærri en venjulegir pumskór (eru með festingu yfir ökklann) ..ég hef notað þá það mikið að það er alveg að koma gat á þá..þannig að ég er nánast hætt að ganga í þeim

En þeir voru keyptir handa mér í Póllandi á 5.900 kr. ef ég man rétt ^^

———-

Blend skór= Þeir eru ljósbláir með grárri rönd, minna svolítið á puma skó..en samt ekki. Upprunalega ætlaði ég að nota þá sem strigaskó..en núna eru þeir aðalega notaðir þegar ég fer út að hlaupa *-)

Kostuðu 4.900 kr. í Blend í Kringlunni
———-

Skechers= Já..þeir eru svartir, með tveimur brúnum röndum og smá rússkini líka. Frekar sparilegir..og lítið notaðir. Samt verulega þægilegir.

Keypti þá í Bandaríkjunum á 5000 krónum ef ég man rétt (samt frekar lang síðan ég keypti þá)

———-

Nike skór= Já..þeir eru hvítir..með ljósbláu nike merki. Bara mjög plein. Voru reyndar mjög óþægilegir fyrst…þannig að ég nota þá ekkert í mánuð eftir að ég fékk þá! En svo tók ég mig til og reyndi að venjast þeim..og núna eru þeir líklega mest notuðu strigaskórnir mínir.

Keypti þá í Kaupmannahöfn ( í Field’s) á 4.900 kr.

———-

Rússkin stígvél= Váá hvað ég elska þessa skó! Þau eru bara alveg svört með svona sylgjum eða hvað sem þetta kallast *-) oog já..þetta eru krumpu stígvél, með þykkum botn þannig að þeir eru mjög hentugir hér á landi. Geng líklega laaangmest í þeim af öllum skónum sem ég á.

Keypti þau á Strikinu í Köben á 6000 og eitthvað krónur ef ég man rétt.

———-

Stígvél #2 = Þetta eru plain svört leðurstígvel, sem eru reyndar pínulítið krumpuð á hliðinni og ótrúlega þægileg og með mjög oddmjórri tá. Hef reyndar ekki notað þau mikið, aðalega vegna þess að mér finnst þau alltof fín :P

Kostuðu 7000 krónur í Kringlunni (keypti þau þegar það var kringlukast.)
———-

Stígvél #3 = Þau er svört, hvít og með smá brúnu í þeim líka. Þannig að þau eru í raun svört. Með nokkrum hvítum og ljósbrúnur röndum. Með frekar mjórri tá..en samt ekkert of. Mjög þægileg..og voru mikið notuð í kringum jólin í fyrra (voru jólaskórnir það árið.)

Kostuðu 6.900 í Bianco í Smáralind.

———-


Nýju kuldaskórnir mínir= Váá hvað þeir eru æðislegir! Þeir eru mjög líkir converse-skóm en þetta eru BettyBlue skór. Þeir eru dökk brúnir, fóðraðir að innan og svo er rennilás á hliðinni..þannig að það þarf ekki að reima alla leið upp þegar maður fer í þá (þeir ná uppá miðja kálfa)

Keypti þá í skóbúð í Kringlunni sem heitir Valmiki (ef ég man rétt) og þeir kostuðu ekki nema 4.995 kr.

———-

Ballerínu-skórnir= Þessir skór eru frábærir í einu orði! Þeir eru alveg svartir og mjög sveigjanlegir. Mjög penir og í svona ballerínu-stíl. Það kemur ein teygja yfir ristina. Þetta voru fyrst um sinn spariskór..en núna nota ég þá við öll tækifæri. Það versta er að sólinn er að losna..en ég held ég lími það bara. Vegna þess að ég er ekki tilbúin að henda þeim strax ^^

Keypti þá í Cambridge í Bretlandi á 3000 krónum..eða fyrir eitthvað fáranlega lítið! Enda sé ég eftir því að hafa ekki keypt tvö pör.

———-

Old style = ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að lýsa þeim. Þeir eru allavega hvítir, með hæl…og í frekar gamaldags stíl ..ég fýla mig alltaf inní tímabilið þegar allar stelpur voru með túberað hárið og gengu í pilsum sem náðu rétt fyrir neðan hné..en kannski er það bara ég :P (þetta voru jólaskórnir í ár)

Ég keypti þá í Eurosko í Kringlunni á 4.900 kr.

———-

Spariskór nr.1= Notaði þá á fermingunni. (voru reyndar spes keyptir fyrir hana) Þeir eru svartir og með litlum hæl. Ekki mjög þægilegir þannig að ég hef ekki notað þá mikið, en ég skelli mér þó alltaf í þá öðru hverju við rétt tækifæri.

Keyptir í Bianco í Smáralind fyrir 5.900 (minnir mig)

———-

Spariskór nr.2 =mjög fallegir svartir spariskór, opnir með nokkrum böndum yfir ristina. Ég notaði þá á árshátíðinni í fyrra..en annars frekar lítið notaðir, þeir eru þó ekkert á leiðinni á haugana ^^

Kostuðu 5000 kr. í Eurosko í Kringlunni.

———-

Spariskór nr.3= svartir (kemur á óvart) með oddmjórri tá og opnir í hælinn. Mjög þægilegir en þó lítið notaðir.

mig minnir að ég hafi keypt þá í skor.is ..en ég er ekki viss *-)

———-

Svo fyrir utan þessa skó þá á ég 3 pör af takkaskóm, eina innanhússkó, inniskó, jólainniskó og svarta netaskó úr Skarthúsinu á Laugarveginum ..allir frekar mikið notaðir :P




Váá.. ég gerði mér ekki grein fyrir að ég ætti svona mikið af svörtum skóm! Haha..