Sokkar :) Jáá mér langaði að skrifa um eitthvað annað en skó :) ..þannig að þetta var það fyrsta sem mér datt í hug !

Sokkar=

-Ökklasokkar: Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þessir litlu ökkla/hæla sokkar hafi enst rosalega lengi í tísku, eða kannski ekki beint í tísku…en allavega í notkun.

Ég nota þá alveg rosalega mikið sjálf. Ég veit ekki alveg af hverju þar sem að sniðið er nú svona frekar..spes, en það er bara eitthvað svo þægilegt.
Passar líka oft mjög vel við ýmsar tegundir af skóm

Verð= ég hef séð þá fara alveg uppí 500 kr ef ekki meira, þó er yfirleitt hægt að kaupa nokkur stykki á nokkuð góðu verði.



-Ullarsokkar: Þeir eru auðvita alltaf klassík. Klikka ekki í kuldanum hér á landi.

Ég veit ekki hversu oft tærnar væru búnar að detta af mér ef ég ætti ekki nokkur pör af þeim. Málið er bara að ég er svona manneskja sem líður bara illa ef mér er kalt á tánum. Þá verður mér bara kalt allstaðar annarsstaðar líka.

Verð= Mér finnst mest kósí þegar þeir eru heimaprjónaðir…og þá er kostnaðurinn nú ekki mikill, annars þá er verðið yfirleitt á milli 1000-2000 krónur, þó svo að það sé auðvitað hægt að fá þá dýrari …og ódýrari.



-Tásusokkar: Jáá…þetta eru svona frekar spes sokkar. Ég hef reyndar ekki séð mikið af þeim núna. Ég man bara eftir því hvað mig langaði rosalega mikið í svona sokka þegar ég var lítil, og svo þegar ég fékk þá þá kom gat á þá eftir tvö eða þrjú skipti! Þannig að ég get ekki beint sagt að ég hafi góða reynslu af þeim.

Verð = oftast í kringum 990



-Nælon sokkar: Þessa tegund af sokkum nota ég nánast aldrei. Nema við spariskó og annað álíka..! Ég á líka mjög erfitt með að vera í þeim án þess að gera gat =/ ..festi þá alltaf í einhverju…frekar klaufalega.

Verð = jafn misjafn og hvað það eru margar tegundir ;D




ps. ég fann fyrir óþægilega mikilli löngun til að skrifa e-ð! Þetta var bara það fyrsta sem mér datt í hug :P

takk fyri