Þar sem að þetta virðist vera í tísku núna þá ákvað ég að skrifa um skóna mína.

1. Adidas svartir leðurskór, mjög góðir og þæginlegir. Verð: 10.900 kr.

2. Scarpa gönguskór, leðurskór. Verð: um 12.000 kr.

3. Teva, yndislegir sandalar til að nota jafnt inni sem úti í hvaða veðri sem er. Verð: 8.000 kr.

4. Gömlu tevurnar þæginlegir sandalar í alls kyns not, aðallega ef ég finn ekki hinar. Verð: man ekki

5. Spariskór. Svartir og góðir skór. Verð: 3.900 kr.

6. Keiluskór. Frábærir keiluskór frá keiluhöllinni. Mjög töff skór. Verð: Fékk þá gefins.

7. Klifurtúttur, lítið notaðar enda klifra ég ekki mikið. Verð: 6000

8. Svört stígvél, á það til að nota þau stundum. Verð: man ekki

9. Gömlu gönguskórnir mínir, adidas skór sem ég nota stundum í vinnunni þar sem að þeir eru drasl. Verð: 5000 kr. áttu að kosta 10 þús

10. Scarpa skór, ekki gönguskór og ekki strigaskór. Svona mitt á milli. Verð: 11.000

Þetta eru nú skórnir mínir. Einu skórnir sem ég hef sjálfur borgað fyrir eru Adidas skórnir mínir. Hina hefur gamla pakkið borgað eða ég hef fengið þá gefins.
- Á huga frá 6. október 2000