Þeir sem stunda hreyfingu hvern dag þekkja það að fara í sturtu oftar en 1 sinni á dag.
Ég veit það er ekki hollt fyrir hárið að þrífa það daglega eða svo hef ég heyrt en það er ekki hægt annað því hárið á manni er sveitt og verður bara fitugt og það ertir húð manns í kaupbæti. Að sofna með “skítugt” hár er það versta sem ég get gert fyrir húðina.

Ég er mikið í íþróttum og æfi daglega. Brennslan mín er mjög mikil og því borða ég þvílíkt mikið og oft. Mar á líka að borða oft ef mar hreyfir sig mikið því það heldur blóðsykurnum í meira jafnvægi og líkaminn þarf einfaldlega þessa orku á svona stuttum tíma. Eitt skyr, banani eða epli eru svona typical lausnirnar á þessum skyndibita sem er nauðsyn hjá flestum íþróttamönnum. Þegar ég tala um sjálfan mig þá borða ég amk. á klst fresti yfir daginn og það er alltaf bara brauðmeti, skyr eða pasta og þannig. Drekk aldrei gos og borða aldrei nammi.

Ég er svo með mjög viðkvæma húð og er loksins núna, 19 ára, að hætta að fá bólur í svona miklum mæli. Loksins hættur að taka einhver lyf frá húðsjúkdómalækni og nota bara hreinsivörur núna kvölds og morgna.


Jæja þetta eru ábyggilega mál sem einhverjir sem stunda íþróttir þekkja, nema kannski þetta síðasta með húðina. en nú spyr ég…..


Fyrir hárið > þar sem ég “verð” að þrífa það daglega hvaða sjampó og hárnæringu mæliði með?

Fyrir tennurnar > á mar þá að bursta oftar en 2 á dag?

Fyrir húðina > gæti lummað á upplýsingum fyrir suma en allir sem eru virkilega slæmir eiga bara að fara til húðsjúkdómalæknis því þeir gera gæfumuninn. En hinsvegar langar mig að spyrja snyrtifræðingana hvaða snyrtivörur er best að nota? sjálfur nota ég Zirh cleaner og vítamín krem…virkar fínt hingað til


og eitt varðandi rakakrem… viðheldur raka í húð en ef mar er með feita húð þarf mar þá að nota þetta? og getiði lofað því að þetta hafi engin áhrif á bólumyndun?