Tískufrík vikunnar : Herra Ísland 2005 Eins og flestir vita var Óli Geir, tvítugur piltur úr Keflavík, krýndur Herra Ísland sl. fimmtudag. Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum sem á annað borð vita hver hann er, að um er að ræða mikinn smekksmann. Tíska & Útlit hafði samband við hann og var hann beðinn um að vera svona auka tískufrík vikunnar þessa viku. Nú hafið þið tækifæri til þess að forvitnast um hvernig smekk Herra Ísland hefur. ;)


!Tískufrík vikunnar…Herra Ísland 2005!

Nafn: Ólafur Geir Jónsson

Aldur: 20 ára

Hvað verslarðu fyrir mikið á mánuði og hvað þá helst: Úfff það er mjög misjafnt. Ég á endalaust af fötum og stundum missir maður sig í búðunum, stundum ekki. Fór t.d. um daginn og verslaði fyrir 50.000 kr-, vikuna eftir verslaði ég mér meira, þannig kannski þennan mánuð eyddi ég 100.000 kr- í föt og kannski næsta mánuð eyði ég engu. Kaupi bara allt sem mér finnst flott. Ég versla oftast í Gallerý sautján, frekar dýr búð en maður er þá ekki að fá mikið fyrir þennan 100.000, en þetta eru samt mjög góð föt og sniðið tær snilld..

Uppáhalds staður til að versla á:
Hmm.. Að sjálfögðu er skemmtilegast að fara út að versla, allt svo ódýrt og þar er svona eitthvað sem enginn er í hérna. Þetta er svo lítið land að það eru margir í alveg eins skyrtu t.d. niðrí bæ stundum.. Ég hef samt ekki farið oft til útlanda til að versla þannig ég verð bara að segja að Kringlan og Smáralindin eru staðirnir eins og er..

Uppáhalds fataverslun á Íslandi: Að sjálfögðu Gallerý 17, Jack & Jones, Retro er líka fín búð..

Uppáhalds verslun í útlöndum: Hmmm.. Man ekki alveg hvað hún heitir, en það var í einhverju molli á spáni, kom mér þvílíkt á óvart hvað var til þar…

Uppáhalds fatamerki: Diesel

Uppáhalds skómerki: Diesel

Uppáhalds flíkin þín: Úff þessi er erfið. Ég á sko 20 Diesel gallabuxur og endalaust af skyrtum og bolum. En ef ég ætti að segja eitthvað þá myndi ég nú segja hvíta smoking dressið mitt, hvítir skór, fjólublá og svört skyrta, fjólublátt bindi, þá er ég góður ;)

Hvernig myndirðu lýsa fataskápnum þínum:Fullur !!

Fáránlegasta/fríkaðasta flíkin í fataskápnum: Mest áberandi bolur í heimmi, skær grænt og svartur, röndóttur..

Föt sem þú myndir aldrei láta sjá þig í eru… : Skoðaðu Hagkaupsbæklingin
;) Annas eru nú samt fötin að skána þar..

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd: Nei allsekki, ég er engin hommi hehe.. Mér finnst bara best að vera ég sjálfur..

Hver er grunnurinn að góðu outfitti fyrir djammið: Fer eftir því hvert maður er að fara og hversu mikið skrall þú ert að fara á.. Ég fer eftir þessu: Flottari föt ef ég ætla að verða of fullur. Kíki smá á djammið: bolur og gallabuxur. Kíki á djammið, almennilegt djamm: gallabuxur, flottir skór, skyrta og jakki..

Tek dæmi :
Ljósar diesel gallabuxur, hvít loose skyrta, hneft frá efstu ;) hvítir skór með langri tá, þá ertu flottur..Hvað þá ef þú myndir fara í hvítann jakka yfir og vera smá sólbrúnn össss ;)

Á skalanum 1 til 10, hversu mikið pælirðu í fötunum þínum: 11

Telurðu þig fylgja nýjustu tísku: Ekkert endilega, ég spái voða lítið í tískunni sjálfri, ég segi ekki t.d. við sjálfan mig : Hei þetta er í tísku, ég ætla að vera svona.. Einsog ég sagði áðan þá vil ég bara vera ég sjálfur, og vil vera öðruvísi. Ekkert gaman að vera einsog allir..

Levi’s eða Diesel: höhömm

Eitthvað að lokum? Vertu þú sjálfur beibí..


Ég þakka Óla Geir kærlega fyrir framlagið og vil minna á að hér á ekki að skapast umræða keppnina sjálfa, Herra Ísland. En ykkur er velkomið að vega og meta smekk piltsins. :)