Að versla í köben ..
Já ég hef farið nokkru sinnum til Kaupmannahafnar, og þykir mér nánast alltaf jafn gaman að versla þarna.

Ég fór núna síðast í ágúst, og fór á strikið. En ég verð að segja að ég var ekki alveg að fýla það að versla þar. Það er svo rosalega mikið af fólki og þannig að ég mér fannst þetta meira svona túrista staður. Það er rosalega gaman að skoða þar og kaupa einn og einn hlut. En ég var ekkert að gera nein stórkaup.

Nokkrum dögum seinna fór ég í nýja mollið. Og Field’s er FLOTTASTA moll sem ég hef farið í! ..allavega sem ég man eftir í augnablikinu. Það er æðislegt! Bara í fyrstu búðinni sem ég steig fæti inní…keypti ég helling! Tvenn skópör og gjöf fyrir bróðurinn, bol og fl.

Það er svo mikið að búðum þarna, að sama þótt að ég hefði verið þarna næstum því heilan dag..þá komst ég ekki í allar búðirnar! Maður verður bara að velja og hafna.

HM er ekkert smá stór og flott þarna, enda eyddi ég miklu tíma þar, og miklum peningum.

Þar á eftir var Glitter, Deres og fleirri búðir sem eru annað hvort ekki hér, eða ég veit ekki nafnið á þeim.

Það sem var líka skondið við þessa ferð var að það er allt morandi í Íslendingum þarna. Ok. Það er ekkert spes, ég meinar við Íslendigar erum bara kaupóð. En það sem mér fannst spes, var að þegar ég fékk mér að borða í Field’s þá var afgreiðslukonan íslensk líka ! …kannski finnst ykkur það hvorki fyndið né spes, en mér finnst það skondið.

Svo rétt áður en þessari ferð lauk, þá kíktum við aðeins á Strikið aftur, og endaði ég á því að hlaupa það þvert og endilangt af því að ég hafði sé skó í glugga lengst á hinum endanum…sem ég hafði séð í hitt skiptið sem við vorum þar, en þá var bara búið að loka. Þannig að ég lét mig hafa það að hlaupa og athuga hvort að það væri ekki opið í þetta skiptið. Og jáá ! það var opið, og skórnir smellpössuðu alveg. Og eru þetta mest notuðustu skórnir mínir í dag…eða næst mest :P







Vonandi drap ég engan úr leiðindum, ég sá bara að það var verið að mæla með svona greinum, þannig að ég lét bara vaða :P