Götutíska: Hollister Co. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna eða bara fylgjast mikið með tískunni ættu að vita hvaða merki um er að ræða.

Hollister er eitt heitasta merkið í dag meðal unglinga og þó svo að búðirnar þeirra séu aðeins staðsettar í Bandaríkjunum sjálfum eins og er, ná fötin svo mikið lengra – nánast út um allan heim. Merkið er oft kallað “Southern Cali fashion” eða “Beach Fashion” vegna þess að upphaflega byrjaði þessi tíska í Californiu og fötin bera þess sterklegan keim. Þessi tíska er reyndar ennþá í Californiu en hefur bara náð að breiðast rosalega út, meira að segja til kaldra landa eins og Íslands. Markshópur fyrirtækisins er aðallega 14 – 25 ára einstaklingar.

Hugmyndin af Hollister fæddist árið 2000 en fyrsta búðin var opnuð árið 2002 í Canoga, Californiu. Merkið er nefnt eftir Hollister Ranch sem er “ríkt” svæði nálægt Santa Barbara, Californiu. Hollister er einnig borg í Californiu en það eru engin tengsli þar á milli. Það kann að koma mörgum á óvart sem ekki þekkja til en Hollister Co. er afsprengi fatafyrirtækisins heimsfræga Abercrombie & Fitch, sem er í sjálfu sér svipað merki en ekki eins mikið “beach fashion” og miki dýrara. Síðan Hollister Co. var sett á laggirnar hefur það verið eitthvað sem í Bandaríkjunum er kallað “an enormous marketing success”.

Galdurinn bakvið þetta hjá Hollister er að þeir eru með marga mjög hæfa hönnuði sem hanna þægileg en á sama tíma rosalega flott föt sem ungt fólk vill kaupa en einnig eru fötin mjög gæðaleg og endast lengi. Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt, fyrirtækið selur föt eins og póló boli, langerma boli, stuttbuxur og pils, flottar gallabuxur en er hvað mest frægast fyrir hettupeysurnar og bolina (sem eru oftast með flottum texta á). Verðið á fötunum er líka frábært, mjög viðráðanlegt fyrir alla sem er mjög sanngjarnt þar sem að markhópurinn er ungt fólk sem á kannski ekki alla heimsins peninga.

En Hollister er ekki bara vinsælt merki sem er að tröllríða ströndum Bandaríkjanna, heldur er þetta lífstíll. Það er ákveðinn lífstíll að ganga í Hollister fötum. Búðirnar þeirra í Bandaríkjunum er lífstíll. Það er upplifun að ganga inn í Hollister búð í stóru molli og heyra tónlistina, sjá uppstillingarnar (surfing og beach þema..), horfa á myndirnar á veggjunum (alls konar myndir af fólki á ströndum í Californiu) og fá aðstoð hjá starfsmönnunum, sem allir eru í Hollister frá toppi til táar og sandölum.

En í Hollister búðum er ekki einungis hægt að fá föt heldur líka skartgripi, ýmsa fylgihluti, töskur, skó & sandala, tímarit o.fl., sem allt mótar tískuna hjá ungu fólki.

Hollister er lífstíll vikunnar!