Ég er ein af þessum manneskjum sem kann ekkert að velja mér föt, hvað þá að ég tími að vera að kaupa þau í hrönnum. Samt gerist það nú stundum en málið er að ég gekk alltaf í svörtu frá toppi til táar því ég bara vildi ekki vekja athygli á mér en vildi ekki líta illa út og svart er svona öruggast varðandi það.
Varðandi djammið og þannig þá er nú bara ekkert ömurlegra en að lenda inná stað þarsem allir eru yfirgengilega tískulegir og fólki í flottum gallabuxum ekki leyfð innganga. Slíkt er yfirmáta hallærislegt og raunar bara tímaspursmál um hvenær hin ótískumeðvitaða ég lendi í einhverju þannig.
Hérna á Íslandi er bara svo alltof einfalt að greina hvaða hópi fólk tilheyrir eftir því hvernig það klæðir sig. Flestir eru alltaf eitthvað svo rosafínir en svo eru aðrir sem borga líka stórfé fyrir að líta furðulega út. Það er samt náttúrulega flottast.
Ég kann ekkert að tala um föt, ég hætti bara núna.