Strákar: Húðhreinsun 103 Sæl veriði, það hefur verið nokkuð lítið um greinar undanfarið, þannig ég ákvað að setja saman eina, en þetta er samið af strák til stráka, en þarna mun sjálfsagt eitthvað koma fram sem getur nýst stelpum líka.
Það sem ég ættla að fjalla um er grunnurinn af því að halda hreinni húð í andlitinu fyrir stráka, en þetta ætti að hjálpa meirihlutanum að forðast bólur í andliti. Þessa grein byggi ég eingöngu á minni eigin reynslu og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér í gegnum tíðina frá hinu ýmsa fólki.

Til þess að halda andlitinu hreinu þarft þú aðeins fimm hluti, en það eru andlitssápa, rakakrem fyrir andlit, andlitsskrúbbur (kornakrem), þvottapoki og aðgangur að volgu rennandi vatni. Ég ættla að gefa mér að menn hafi aðgang að tveim síðastnefndu hlutunum, hitt er allt hægt að fá á öllum helstu snirtistofum og ætti það samtals ekki að kosta meira heldur en 6000 kr. en það fer samt mikið eftir gæðum vörunnar sem keypt er, en þú átt að sleppa með fínar vörur fyrir þetta verð, ef þú ferð mikið neðar minka líka gæði vörunnar.
Þær vörur sem ég er að nota núna og get mælt með er línan frá Thalgo Men, en hún er reyndar í dýrari kanntinum, en er mjög góð. Einnig hef ég notað vörur frá Ella Baché sem hafa reynst vel, en þetta eru vörur sem bæði ættu að henta strákum og stelpum. Svo eru ShiSeido mjög góðar. Ef menn vilja fara útí ódýrari línu er línan frá Nivea for men mjög góð miðað við verð, en hana er hægt að fá í apótekum. En það merki sem ég mæli hvað mest með er Clinique, en þeir eru hvað fremstir í þessum efnum að mínu mati.
Eftir að hafa komið hönd á alla þá fimm hluti sem ég talaði um í byrjun greinarinnar ætti mönnum ekki að vera neitt að vandbúnaði til að fara að halda andlitinu hreinu allt árið um kring, en það er kanski ekki alveg á hreinu hvernig á að vinna með þessar vörur. Leiðirnar til þess eru margar, en ég ættla að fara í gegnum þá algengustu, en hún ætti að henta flest öllum.
Þegar vaknað er á morgnanna byrjum við á því að væta þvottapokann með volgu vatni og strjúka yfir andlitið, þá sérstaklega vel í kringum nefið og ennið, eða svokallað T-svæði, en þar er mest fitumyndun í andlitinu, en eins og menn vita þá myndast bólurnar þegar húðin er mjög feit. Þá þurfa menn að sjá út hvort þeir þurfi að nota andlitssápuna einusinni eða tvisvar á dag, en ef mann ættla að nota hana tvisvar er hún notuð þarna en annars er bara skrúbbað vel með þvottapokanum. Ef menn nota sápuna er hún borin vel á allt andlitið (passa samt augun) og að sjálfsögðu nuddað vel á T-svæðið (sjá nánari skýringu á T-svæðinu neðar). Svo er hún skoluð vel af með þvottapokanum og vatni, en mikilvægt er að ná allri sápunni af. Ef menn fara í sturtu á morgnanna er gott að skola hana bara af þar.
Því næst tökum við fram rakakremið, en þegar það er keypt þarf að passa að velja krem sem er ekki með olíu, þ.e. oil free (athugið að þetta miðast við að menn séu með þessu típísku húð ungs fólks, sem er oftar en ekki feit, en sé hún hinsvegar þurr gæti þurft að fara soltið aðra leið og nota þá rakakrem með olíum, en snyrtifræðingar geta greint það hvað hentar þinni húð best). Rakakremið er borið á allt andlitið og á hálsinn. Eftir það ertu tilbúinn fyrir daginn.
Áður en við förum svo að sofa tökum við annað nákvæmlega eins törn, en þarna nota allir sápuna, hvort sem þú gerðir það um morguninn eða ekki, en ef þú ættlar bara að nota hana einusinni á dag skal frekar sleppa henni um morguninn. Þetta er ekkert heilagt, en ég tel að húðin sé nokkuð óhreinni eftir dag í skólanum eða vinnunni, heldur en nokkura klukkustunda svefn.
Með því að gera þetta á hverjum degi eiga menn að vera með nokkuð hreina húð, en þetta nægir samt eftilvill ekki alveg bara eitt og sér, en þá kemur til sögunnar andlitsskrúbbinn, en hann þarf samt að varsta að ofnota, eins og reyndar allar þessar vörur sem við höfum notað hingað til. Andlitsskrúbburinn hreinsar dýpra heldur en sápan gerir og hreinsar í burtu alskonar dauða húð og fleira. Skrúbbinn mæli ég ekki með að nota oftar en 2 í viku, 3 sinnum í mesta lagi ef húðin verður mjög skítug. Strákar raka sig nú og gerir raksturinn svipaða hluti fyrir húðina og þessi skrúbbur gerir þannig að tæknilega séð þarf ekki að bera hann á svæðið sem er rakað. En skrúbburinn er borinn á allt hitt svæðið og nuddað vel á T-svæðið. Þetta er gott að gera þegar maður er á leið í sturtu og skola hann svo af þar, en þó má samt auðvitað nota bara þvottapokann, en það er talsvert meiri vinna.
Á 3-4 mánaða fresti mæli ég með því að skella sér í svokallaða húðhreinsun á snyrtistofu, en það kostar milli 3500 og 5000. Sé prógraminu sem ég setti fram hér að ofan hinsvegar fylgt stíft ætti þetta ekki að þurfa, en þetta er oft gott að gera eftir að maður hefur kanski slappast í nokkurn tíma eða eitthvað svoleiðis.

Þá held ég að þetta sé nokkurnveginn komið, en menn geta svo unnið útfrá þessum leiðbeiningum eftir þörfum, en eins og við vitum erum við öll ólík og kanski misjafnt hvað hentar hverjum og einum.

Endilega svariði og látið mig vita ef þið hafið reynslu af einhverju svona og hvernig ykkur gengur ;)

T-svæðið: Þvert yfir ennið og niður á milli augnanna, alveg niður fyrir nef myndast einskonar “T.” Á þessu svæði er hvað mest fitumyndun í andlitinu og er ávalt mælt með því að þetta svæði sé hreinsað sérstaklega vel.