Með tilkomu “Tískufrík vikunnar” hefur áhugamálið aðeins lifnað við og er ég mjög ánægð með árangurinn/móttökurnar hingað til. Það er kominn langur biðlisti og vonandi lengist hann enn meira með tímanum. :)

En mig langaði að láta ykkur vita að nú er allt tómt baksviðs á þessu áhugamáli, þ.e.a.s. það er ekkert efni til þess að samþykkja. Það gerist satt að segja ekki oft og mér finnst það frekar leiðinlegt og því hvet ég ykkur til þess að senda inn kannanir, myndir og greinar.

Eins og þið vonandi vitið mega myndirnar vera af hverju sem er svo lengi sem þær eru í réttri stærð og tengjast tísku og útliti en ég vil helst ekki fá kannanir sem hafa komið x100 sinnum áður svo reynið fyrir alla muni að leggja höfuðið í bleyti og vera svolítið frumleg! :D

Og greinarnar. Sendið endilega greinar um allt mögulegt svo lengi sem þær eru viðeigandi hérna á áhugamálinu. Þær mega vera um götutískuna, hátískuna, ykkar tísku, fataskápinn ykkar, uppáhalds fataverslunirnar ykkar, hárgreiðslu- og snyrtistofur, ráðleggingar og svona mætti lengi telja. Bara hvað sem ykkur dettur í hug! ;)

Svo vil ég einnig vekja athygli á einu öðru. Fyrir stuttu kom ég með þá hugmynd að breyta korkunum aðeins, þ.e. smá endurskoðun á þeim. Ég setti þetta í tilkynningar en þær fá aldrei mikla athygli svo ég vek aftur athygli á þessu hérna. Hérna er orðrétt það sem ég skrifaði:

Ég var að pæla í að stokka aðeins upp í korkunum og jafnvel breyta aðeins nöfnunum, hafa 3-4 flokka. Mér finnst þetta ekki nógu nákvæmt eins og þetta er núna og væri til í að hafa sér kork fyrir t.d. vandamál, tattoo & piercing, föt o.s.frv. En eins og ég sagði verða flokkarnir líklegast ekki fleiri en 3-4.

En áður en ég fer í að breyta þessu væri ég til í að fá tillögur frá ykkur fólkinu á áhugamálinu um hvernig best væri að raða þessu niður. Ef þið eruð með einhverjar tillögur eða skemmtilega hugmyndir að nýjum korkum í kollinum, ekki hika við að koma því á framfæri til mín.


Endilega verið virk elskurnar mínar.. =)