Toni & Guy Sæl veriði

Mér langði til þess að skrifa þessa grein eftir heimsókn á hárgreiðslustofuna Toni & Guy, en ég fór þangað í fyrsta skiptið í dag.
Ég byrjaði á því að hringja núna á mánudaginn og ættlaði að panta mér tíma, bæði í klyppingu og strípur. Ekkert var laust fyrr en á fimmtudaginn, svona í fyrstu, en ég sagði við konuna að ég væri að fara úr bænum á morgun og þyrfti helst að komast í dag. Hún bað mig að býða augnablik og reddaði þess svo þannig ég kæmist í dag, en þetta var ég mjög ánægður með.
Þegar ég kem þarna er strax tekið á móti mér og ég spurður um nafn, ekki eins og á mörgum stofum þegar maður labbar inn og bíður svo í 10 mínútúr eftir þjónustu.
Eftir að ég hafði sagt til nafns var mér kynnt hver mundi klyppa mig og svo hver mundi sjá um litinn (sem ég viss reyndar, en gott að láta minna sig á það :). Þar næst tók afgreiðslustúlkan af mér jakkann og gekk frá honum og fylgdi mér að setustofu þar sem voru sófar og tímarit, en ég var líka sáttur með blöðin, ekki bara einhver eldgömul séð og heyrt, heldur ný Vouge, In Style, Mannlíf og fleiri.
Rétt eftir að ég er sestur og byrjaður að glugga í blað kemur önnur stelpa og spyr mig hvort hún geti fært mér eitthvað að drekka, en þarna var í boði vatn, te, kaffi, kakó og eitthvað fleira.
Eftir það koma til mín stelpa sem kynnti sig og sagðist vera sú sem ættlaði að lita mig. Síðan klæddi hún mig í slopp og fylgdi mér að stólnum. Þar spjölluðum við svolítið um það hvernig lit ég hafði hugsað mér að fá mér, hvað ég hafði verið með í huga og hvað henni fyndist. Síðan náði hún í litaspjald og sýndi mér þessa liti og tókum við útfrá því ákvörðun um litinn. Á meðan þessu stóð var mér bæði fært eitthvað að drekka og líka komið með nokkur vel valin blöð.
Þau ráð sem ég fékk varðandi litaval voru öll mjög fagleg og kom liturinn mjög vel út. Á meðan stelpan var að blanda litinn kom til mín strákur sem ættlaði að klyppa mig, kynnti sig og spjallaði aðeins við mig um það hvernig klyppingu ég vildi og fleira. Eftir að ég var litaður var það skolað úr mér og mér gefið nudd, svona höfuðnudd or some, sem var mjög róandi og þægilegt.
Næst var mér fylgt upp á efri hæðina þar sem ég sast í stól og enn var mér fært drykk og meira að lesa. Svo kom klypparinn og við spjölluðum saman og hann klyppti mig með mjög góðri útkomu, en ég spurði hann um ýmislegt varðandi hár og fleira og gaf hann mér mjög góð ráð varðandi allt hvað það varðar og fór með mér í gegnum alla meðhöndlun á hárinu mínu dags daglega, skref fyrir skref, sem mér fannst mjög hentugt og fróðlegt.
Þegar þessu var lokið spjallaði ég bæði við klypparann og stelpuna sem litaði mig um útkomuna og hvernig mér fyndist hún, hvort ég vildi gera einhverjar breytingar og fleira, en mér fannst þess ekki þörf því ég var ekkert smá sáttur við þetta :) Verðið var samtals -10.600 kr. fyrir 2 liti af strípum og herraklyppingu.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að ég hef aldrei áður fengið jafn góða þjónustu á hárgreiðslustofu. Allir starfsmenn stofunar voru með þægindi mín í huga og það að ég yrði ánægður með þá þjónustu sem ég fengi. Verðið er jú kanski eitthvað yfir meðallagi, en mér fannst það vel þess virði fyrir þá þjónustu sem ég fékk, mæli með þessari stofu fyrir alla.