Tíska? hvað er tíska?

Persónulega finnst mér tíska vera hlutur til að falla inni í hópinn. mér finnst tíska vera tákn um óöruggi og ósjálfstæði. Tíska er það sem stór fyrirtæki auglýsa og segja að það sé í tísku að ganga í þessu og hinu!

Stelpur sem eru 13 ára í g-streng og fleygnum bol finnst mér vera mjög óaðlagandi. Þetta er víst í tísku,

Ég geng persónulega í polo skyrtum ávalt og er mér alveg nákvæmlega sama þó það sé ekki “in”

Fólk á ekki að vera svona miklir kjánar að kaupa föt bara útaf því að það er í tísku.

Þetta er hreinasta kjaftæði að þurfa að vera “þræll tískunnar” og geta ekki valið það sem þeim finnst flott,

Ég gekk niður laugaveginn með kærustunni minni, við sáum 13 ára stelpu labba spennt að vinkonum sínum og segja sjáið peysuna mína þá mæltu stelpurnar "Oj þetta var í tísku fyrir lööönngu,,

Só? hverju breytir það?
Er ísland orðið það spillt að fólk má ekki klæða sig eins og það vill???

Finnst þetta vera mjög spes (kjánabangsar :))
Yaris 06' good shit