Mig langaði að kveikja aðeins í þessu umræðuefni
um hvort tattoo sé lífstíll eða tíka.

Persónulega finnst mér of mikið af fólki sem fær sér tattoo til þess að vera INN eða af því að vinir hennar/hans eru með tattoo.
Það er vont að fá sér tattoo, maður á samt ekki að pæla í þvi hvort manni finnist það sárt.
Gerðu það bara ef þig langar virkilega í
tattoo. Ef þér líður eins og þú verðir að fá þér tattoo þá skaltu sleppa því.

Á hvaða stöðum er vont að fá sér tattoo? Það eru staðir þar sem eingöngu er skinn og bein, þar sem lítil fita er. Og staður sem stelpur eiga ekki að fá sér tattoo á er mjóbakið. Af hverju? Stelpan getur ekki fengið mænusprautu á meðgöngu vegna þess að þá fer blek inn á mænuna. Brjóstin geta líka verið hættulegur staður fyrir kvenfólk út af brjóstagjöf en það er samt ekki svo algengt.

Hvaða tattoo studeo á maður að fara á? l- tattoo 81, tattoo JP, tattoo og skart, skinn list, tattoo69 og íslandstattoo.
Það er misjaft hvert maður á að leita…
Þeir eru misgóðir í útlínum, skugga og fyllingu.
Allir fylgja þeir reglum frá heilbrigðiseftirlitinu.

Vildi bara vekja sma athygli á þessu. Var að lesa hér greinar um tattoo á Huga frá árinu 2003 og það hefur margt breyst síðan þá!
Ég skrifa þetta af því að ég veit hvað ég er að segja og er mikill áhugamaður um húðflúr og stefni að því að fara að læra.
kv. Noos



Ps. Ef einhver vill fá ráðleggingu um það þegar á að fá sér húðflúr, endilega sendið á tattoo@best.is.

Takk.
honda crf 450x 2005