Árið 1975 má segja að diskóið byrji að láta á sér bera. Það var samt ekki fyrr en árið 1977 að það komst á flug og ekki síst fyrir áhrif myndarinar Saturday Night Fever. Þá um leið fór það að hafa áhrif á tískuna og fatnaðurinn í þeirri mynd var sá sem komst í tísku og þannig hélt þetta áfram. Tónlistin og tískan runnu saman, fólk hlustaði á diskólög og fór á diskótek og vildi vera í eins fötum og vinsælustu stjörnurnar.
Áttundi áratugurinn (1970-1980) var áratugurinn þegar gerviefni í fötum urðu fyrir alvöru vinsæl, og þar kom til sögunar undraefnið polyester, af öllum fataefnum á þessum tíma varð polyester langvinsælast. John Travolta mætti til leiks í Saturday Night Fever í þröngum polyesterbuxum og glansblússu úr polyester með silkiáferð. Í einu atriði myndarinar sést hann fara í þröngar polyesterbuxur, hann stóð þar klæddur í þröngar svartar nælonnærbuxur og með erfiðis munum kemst hann í þröngu buxurnar. Svo mætir hann á diskótekið klæddur í hvítu polyester jakkafötunum, buxurnar voru níðþröngar yfir rass og læri en útvíðar. Þetta hafði þau áhrif að menn út um allan heim fóru að ganga í þröngum polyester buxum. Kvenfólkið mætti á diskótekin líka klætt í 100% polyester, þröngar buxur og í skyrtum úr glansefnum. Allar konur voru á pinnahælum, svona bandaskóm, ekki ósvipuðum þeim sem eru í tísku í dag.
Diskóið og tískan áttu sterka samleið, þessi ákafa hrifing á þröngum fötum úr gerviefnum entist fram undir 1981 en þá fór pönkið að koma sterkt inn og þar voru andstæðir straumar. Fólk var líka búið að fá nóg af því að vera sveitt í eintómum gerviefnum á diskótekunum, það þarf ekki að taka það fram að fólk svitnaði mikið í þröngum buxum úr 100% polyester, dansandi fram undir morgunn á diskótekunum. John Travolta sagði einhvern tímann í viðtali að það sem hann minntist helst úr Saturday Night Fever, hvað hann var alltaf sveittur í þröngum buxum og alveg að kafna í þessum hvítu jakkafötum.
Diskótíminn var tími glimmers, gljánandi efna og aðsniðins fatnaðar úr púra gerviefnum. Hér uppi á Íslandi var Hollywood í Ármúla heitasta diskótekið á árunum fyrir og í kringum 1980. Þar mættu Íslendingar til leiks og dönsuðu út nóttina, undir diskókúlunni, íklæddir þröngum fatnaði úr gerviefnum. Tískan á diskótímanum virðist í dag kannski fáránleg en samt hefur hún haft áhrif, ef að þið spáið í það, hvað mikið af fötunum ykkar eru úr 100% polyester, kannski þá rennur upp fyrir ykkur ljós. Kynslóðin sem var ung á diskóárunum og er um fetugt í dag er sú kynslóð sem kannski mest fílar gerviefni og þröngar buxur. Það er nefnilega svo að mörg okkar festast í sínum tíma, sumir hippar halda áfram að vera hippar endalaust og svo framvegis.