Verslunarferð! Jibbí jei!! Jæja, úr því að það hefur ekki komið ný grein hingað inn á þetta skemmtilega áhugamál lengi ætla ég að skrifa dálítinn pistil um það sem margir hafa áhuga á, nefninlega verslunarferðir.

Íslenskar fataverslanir bjóða því miður ekki alltaf upp á mikið úrval og mjög lágt verð. Það er mjög gaman að versla föt á Íslandi, það væri ósanngjarnt að halda öðru fram, en það er alltaf rosalega gaman líka að fara út og skoða sig um. “Kringlurnar” í útlöndum (sem Bandaríkjamenn kalla Malls og Bretlandseyjafólk nefnir Shopping Cetnres) er oftar en ekki margfalt stærri en litla Kringlan hér og verslanirnar inni í þeim að sama skapi. T.d. heimsþekkta verslunarkeðjan H&M. Hér á landi kemst hún fyrir á einni hæð, engir rúllustigar eða lyftur. Í danmörku er það annað mál. Á Strikinu eru margar H&M búðir og þær eru á tveimur hæðum og bjóða upp á næstum endalaust úrval af fatnaði, skóm, snyrtivörum og fylægihlutum fyrir konur, karla og börn. Hefur einhver hér lent í því að gleyma sér í H&M í útlöndum? Ég hef :)

Svo er annað mál; Ef verslað er innanlands eru allar líkur á því að einhver sem er með manni í bekk, skóla eða vinnu eigi alveg eins. Hversu margir eiga eins Puma skó? Hver man ekki eftir Henson peysunum? Ef maður hins vegar verslar í útlöndum snarminnka líkurnar á einsleitninni talsvert. Sérstaklega ef menn líta inn í búðir sem eru ekki jafn þekktar og þessar allra stærstu.

Dæmi um staði í Evrópu sem vert er að skoða með stórinnkaup í huga:
Strikið í Danmörku, Dublin í Írlandi, Glasgow í Skotlandi og London í Englandi. Svo er örugglega hægt að gera góð kaup hvar sem er ef rétt er haldið á spöðunum…
Meira að segja í Reykjavík!

Kveðja, Híbí