Jæja, ég slysaðist til að fara skoða á netinu og endaði á að skoða keppendur í keppninni Ungfrú Ísland 2005 sem verður haldin á Broadway 20.maí.

Ég veit að þetta mun hljóma eilítið fordómafullt en mér finnst alveg gríðarlega mikið um ljóshærðar stelpur í kepnninni í ár. En mér finnst vera alveg rosalega mikið um að stelpur vilji frekar vera ljóshærðar, af hverju ætli það sé? Meiri athygli eða?

En það er ekki bara það sem mig langaði að vekja umræðu um heldur eru öll þessi verðlaun! úff… ég bara fékk vægt sjokk við að lesa listann yfir öll verðlaunin og viðurkenningarnar og ég veit ekki hvað.

Reyndar eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti mjög svipuð nema verðlaunin eru dýrar. Semsagt flottara úr, betri áskritft hjá World Class og þess háttar.

En hérna ætla ég að láta fylgja listann yfir það sem Ungfrú Ísland 2005 fær. En þennan lista og fleiri er hægt að nálgast á http://ungfruisland.is/index.php (vonandi virkar þetta).

Út að borða í eitt ár á NINGS veitingahúsi, til þess að tryggja það að kroppurinn blómstri.
Árskort í Baðstofu- og heilsurækt í World Class að andvirði 128.000kr.
Gjafabréf í Trimform Berglindar.
Vöruúttekt í NEXT að andvirði 30.000kr.
Cintamani útivistarpakka frá Sportís. Snillingarnir á stofununni Mojo/Monroe munu síðan sjá til þess að hár fegurðardísarinnar fylgi nýjustu tísku þar sem þeir munu bjóða henni alla umhirðu á hári í eitt ár ásamt því að hún fær Redken hársnyrtivörur með vörn gegn útfjólubláum geislum sólar frá mojo-monroe og Hár heildverslun.
LCN naglasett og ásetningu á LCN nöglum í eitt ár frá Heilsu og Fegurð.
Blómvönd frá Garðheimum.
Lúxus dekurpakka frá snyrtistofunni Fegurð.
Helgarsmell á Hótel Selfoss sem inniheldur 3ja rétta kvöldverð, gistingu og morgunverð fyrir tvo í tvær nætur.
Oroblu gjafapakka.
Förðunarvörur og kremlínu frá Nina Ricci. Verslunin Linkur gefur Panasonic GSM síma með myndavél og Sony MP3 spilara.
Drottningin fær Rotary sett; gullhúðað úr og armband með austurrískum kristöllum að andvirði 60.000.
Myndatöku ásamt myndamöppu frá Ljósmyndastofu Erlings.
Delsey ferðatösku frá Pennanum, Delsey ferðatöskurnar þykja með vönduðustu ferðatöskum í heimi,hannaðar af alþekktri franskri smekkvísi og þegar þú kaupir Delsey getur verið viss um að þurfa ekki að kaupa aðra næstu árin.
Kjól að eigin vali frá Prinsessunni í Mjódd. Málverk sem lyftir vitundinni á æðra stig eftir Mæju.
Sérsmíðað hálsmen, eyrnalokka og armband hannað af Dýrfinnu Torfadóttur gull- og skartgripahönnuði.
Spring Air - Never Turn heilsurúm sem eru ný byltingarkennd og ótrúlega þægileg rúm sem veita líkamanum fullkominn stuðning og betri líðan. Glæsilegan ljósbleikan millisíðan refapels frá Eggert feldskera.
Síðast en ekki síst fær drottningin stórglæsilegt demantshálsmen og eyrnalokka frá OriaDiamonds að andvirði 500.000 sem ætti að koma sér vel fyrir hana þegar hún fer í fegurðarsamkeppnir á erlendri grundu á næstunni.

Það sem mig langar að vita er álit ykkar á þessu? Hvað finnst ykkur um þessi verðlaun? Það liggur við að mig langi til að fara í ræktina, lifa þar í heilt ár, verða svona rosalega grönn og svaka “skutla” og taka þátt bara til að öðlast svona rosalegra vinninga.

Takk fyrir mig,
BugsBunny.