Nú ert þú að misskilja mig mikið, kæri Deeq. Ég hef ekkert á móti því að fólk versli annars staðar í spútnik, enda hef ég oftar en einu sinni staðið sjálfan mig að því að kaupa klæðnað í gallerísautján, jackandjones eða jafnvel hagkaupum. Það er nú líka einu sinni þannig að ef allir myndu ganga í fötum frá spútnik, yrðu allir í “sama stílnum”. En mér finnst hinsvegar fata- og förðunartískan undanfarin misseri vera of mikill gráskali, sérstaklega á veturna. Þetta þykir mér ekki bæta á skammdegisþunglyndi stórs hluta þjóðar vorrar, þess vegna mætti alveg kíkja öðru hvoru í litríkar verslanir (sem því miður eru ekki allt of margar, og sumar bjóða m.a.s. bara upp á einn lit, í nokkrum tónum), en sú besta þykir mér vera spútnik. Þar sem ég þekki þig persónulega, Deeq, þá hef ég héðan í frá ákveðið að virða fatasmekk þinn, enda veit ég að ég á eftir að sjá þig koma inn í skólann einn myrkan vetrardaginn í eldrauðri skyrtu við bananagular buxur og dansa fyrir samnemendur okkar. Því slíkt gefur jú lífinu lit.
——————————