Jæja… allir eru að spurja um sumartískuna, hvaða litir eru inni, hvernig buxur og hvernig jakkar.

Konur

Buxur
-Gallabuxurnar eru að fara að hækka, ekki lengur bara með 2 cm rennilás en heldur ekki algjörlega upp að brjóstum. Þægileg hæð er að koma í buxurnar.
-Buxurnar eru EKKI að víkka. Ekki kaupa útvíðar buxur, eftir sex mánuði mun þér finnast það lame. Keyptu þér buxur sem eru beinar niður, svolítið snjáðar með svona “bótum” kannski hjá hælunum eða örlitlum rifum hér og þar. Við erum ekki að tala um að leggings, svaka flott glans-sægrænar leggins séu að koma í tísku eða buxur sem varla er hægt að koma sér í því að þær eru svo þröngar, heldur bara buxur sem eru beinar.


Pils


-Pils sem ná rétt svo niður fyrir rass… ó fokk, bjánalegt en hey! Virðist vera í tísku. Ef þig langar í eitt þannig geturðu tekið gamlar buxur sem þér finnst vera of háar í mittið og klippt þær í klofinu, komin þá með fína sídd á pilsi. Annars eru pils úr tau efni og lín efnum, krumpuðum efnum, stutt og síð (sígaunapils) í öllum litum að koma sterkt inn. Þessi frjálslega tíska, síð pils, berfætt í sandölum, víðar skyrtur og klútur um hárið virðist líka voða mikið vera að koma aftur hjá sumum línum.

Jakkar

-Klassískir jakkar sem maður sér um heimstyrjöldina, aðsniðnir með þremur tölum eða einni, úr riffluðu flaueli eða bara plain silki upp í gallaefni er í tísku. Bara þessir klassísku, það er hægt að athuga hvort að einhver gömul mamma eða amma eigi eitt stykki upp á háalofti. Þeir eru dýrir, en þeir eru klassískir sem þýðir að þeir eru nógu fínir til að mæta í afmæli hjá forsetanum. Það góða við klassískar vörur eru að þær fara aldrei úr tísku. Þó að þær kosti meira þá endast þær líka og eru mun nothæfari en einhver netabolur úr tússpennagulum lit.


Litir

-Í sumar er það grænt. Allt er vænt sem vel er grænt. Hvort sem þú ætlar að kaupa þér skyrtu, bol eða peysu, vindjakka eða sokka þá er grænn safe litur í ár. Annars þá eru allir svona plain litir, bleikur, blár, rauður, appelsínugulur og grænn, mikið í tísku, í bland við þess hefðbundnu kakíbrúnan og hvítan. Ekkert of sterkir litir, ekki daufir litir, heldur bara fallegir Paint litir sem þú færð sjálfkrafa upp þegar þú opnar paint, ekkert mikið flóknara en það.

Karlar


Skyrtur

-Röndóttar skyrtur! Vel röndóttar skyrtur, samansett úr bláum, gulum, bleikum, hvítum, appelsínugulum, grænum,breiðum, mjóum, feitum, löngum röndum. Rendur rokka í sumar, og þá almennilegar rendur! Auk þess þá eru svona skyrtur mjög góðar við jakkaföt, þá þarf ekki, og í raun og veru ekki nauðsynlegt að vera með bindi. Útskriftarfötin í ár: Röndótt skyrta og flott jakkaföt. Meira að segja amma mun dýrka það.
-Bleikar skyrtur! komið nú strákar, farið að ganga í bleikum skyrtum. Þær eru flottar!

Bolir

-Polobolir eru að koma mjög sterkt inn. Þú getur fengið ódýra poloboli í hagkaupum sem endast kannski einn þvott, eða farið á laugarveginn eða í smáralindina og keypt þér ekta frá Lacoste, Armani, Vercase eða Ralph Lauren. Kosta kannski nettan 7000 kall, en ef þú fitnar ekki áttu hann næstu tuttugu árin, ekki næstu tvo þvotta.

(því miður er ég ekki nógu vel að mér í karlatískunni til að þora að tjá mig meira um það)

Málið er að litir eru að koma í tísku. Ekki svartur jakki, svört peysa, svartar buxur og svartir skór með einni hvítri rönd. Nei. Litir. Bláar gallabuxur, grænn bolur og hvítur jakki. Eða Gallabuxur, röndótt skyrta og blazer. Klikkar ekki. Tískan er að verða klassískari. Jakkar eru aðsniðnir og þröngir, buxur beinar og skyrtur röndóttar. ÞAð góða við klassísk föt er að þau fara ekki úr tísku, átt þau þangað til þú deyrð.

Vonandi að þetta hafi svarað einhverjum spurningum… aldrei að vita.