Jæja nú eru 8 stúlkur eftir af America´s Next Top Model þættinum í seríu 3, er klukkan 21:00 á miðvikudögum á Skjá Einum.

Hér eru þær stelpur sem eru eftir í keppninni:

Ann: Rosalega sæt stelpa en dómararnir hafa verið að benda á það að fegurðin nái ekki að blómstra á myndunum. Ann er nánust Evu í þáttunum en er ekkert alltof áberandi, nema í þættinum í dag (23. mars) þar sem að hún skrifaði í kökurnar hennar Cassie…

Cassie: Mér finnst hún hafa ekkert sérstakt “lúkk”, hún er alger vælari og er líka með búlimíu. Það sem pirrar mig er að hún heldur áfram að segja öllum að hún sé með búlimíu en neitar svo því að hún vilji hjálp, það er fáránlegt. Ef hún er að segja öllum er hún að kalla á hjálp, eða þá vill bara láta alla vita að hún eigi bágt.

Eva: Í fyrsta þættinum var hún alger tík, en það var aðallega vegna minnimáttarkenndar. Nú er hún góð vinkona Ann og var eigilega með henni í hrekknum í dag. Mér finnst hún mjög falleg en hefur ekki verið að standa sig alltof vel, sérstaklega í myndatökunum.

Amanda: Það sem dómurunum finnst einna fallegast eru þessi ljósbláu, björtu augu sem mér finnst ekki falleg. Svo hefur þetta ljósa hár gefið henni eitthvað ísdrottningarútlit, en kemur samt ekkert rosa vel út í mínum huga. Hún byrjaði sem svona “mömmuímynd” en er eigilega alger tík. Það er eigilega henni sem gengur best í þættinum.

Toccara: Toccara er “plus-sized model” en hún virðist vera algerlega sátt við líkama sinn og þetta sjálfstraust er eigilega það sem heldur henni við í keppninni. Hún er að standa sig einna best líka en venjulega birtast góðar myndir af henni á skjáinn. Það að vera “plus-sized model” getur líka haft góð áhrif því að það er ástæða til að fólk vilji halda henni fyrir hönd stórra kvenna.

Norelle: Ung, dálítið skrítin og lúðaleg stelpa en mjög sæt, hefur ekki verið að gera góða hluti fyrr en í þættinum í dag þar sem henni gekk vel í myndatökunni. Hún er ekkert rosalega áberandi í þættinum enda hef ég ekki séð hana taka þátt í neinu rifrildi eða neinu.

Nicole: Þessi stelpa hefur farið dálítið framhjá mér undanfarið. Hún fékk flottan rauðan lit á hárið…en ég bara TEK EKKI EFTIR HENNI!!!

YaYa: Falleg kona sem minnir oft á afríska gyðju. Hún hefur vandamál með húðina sína sem að kemur oft út sem mínus hjá henni. Ég held eiginlega með henni og hún hefur verið að standa sig bærilega, þ.e.a.s ekki illa en samt ekkert vel.

Segiði endilega ykkar álit á stelpunum í ANTM…….. eða þá bara hvað ykkur finnst með þáttinn…bara ekki vera að koma með neinar persónulegar árásir miðað við hvað mér finnst!

Kv.
sweetbaby