Vinkona mín sagði mér um daginn að hana langaði í anoroxíu. Auðvitað brá mér, hún hefur verið það sem ég kalla heilsufrík lengi og ég hélt að það væri eins langt frá anoroxiu og hægt væri að vera, þarsem þetta snérist um heilsu. En nei það var ekki dæmið, hún vill fá anoroxíu til að grennast og segist geta hætt þegar hún sé orðin “nógu grönn”…

Réttast er að nefna að BMI gildi hennar var í því sem kallast eðlileg þyngd, en hún telur sig vera alltof feita þrátt fyrir að hún æfi sig miklu meira en ég sjálfur. Mér fannst æfingar hennar meira að segja ýktar, 14 ára og eyðir gífurlegum tíma í ræktinni. Miklu betra formi en ég! Samt væli ég ekkert yfir fitu né lélegu formi :)

En já, hún fékk sínar “upplýsingar” um “hollustu” anoroxiu á síðunni sem er víst ein af “aðal-anoroxíu” síðum nútímans… Þessi síða heldur því fram að anorexia sé lífstíll en ekki sjúktdómur. Ég spyr bara hvað er í gangi?! Og nú er stelpan farin að apa þetta upp eftir síðunni og trúir því að allt sem standi á henni sé satt…

Hana beinlínis dreymir um að fá anoroxiu til að grennast nóg til að líkjast ofurfyrirsætunum. Og persónulega finnst mér hún vera einsog ofurfyrirsæta ;) Og leiðin til ofurgrannleika er anorexia, hinn göfugi lífstill segir hún…

Hvað finnst ykkur um þetta?
muuuu