Núna hef ég lokið tilraun minni. Sem var samt eiginlega ekki mikil tilraun, eiginlega bara leti :P… En allaveganna… Ég ætla að biðja fólk (sérstaklega stelpur) sem er viðkvæmt fyrir svona að veraekki að lesa lengra… Ég fékk frekar hörð viðbrögð í skólanum frá bekkjarsystrum mínum þegar ég sagði þeim frá þessu! Málið er að ég þvoði hárið á mér í fyrsta sinn síðan um áramótin 2004-2005 í gær…

“Tilraunin” var þannig að ég ætlaði að chekka á því hvernig hárið á mér yrði. Í fyrsta lagi þá sparaði ég mikinn pening, hárið á mér var óbreitt, bara ekki eins rennilegt (eftir næringu) og lyktaði ekki af shampooi. Vinkona mín þefaði af hárinu á mér fyrir sirka viku og sagði “… það er hárlykt af því” og með frekar niðrandi tón.

Ég, persónulega, held að það sé hollara fyrir hárið að þvo það ekki (a)… hehhh… En ég veit náttúrulega ekki það rétta… En rökin fyrir því eru að það eru svo mikil aukaefni og blablabla í þessum næringum og shampooi, að ég held að það sé ekki hollt!!!

Hárið á mér er núna nákvæmlega eins og fyrir viku, bara með sápulykt!!

Ég ætla samt að benda á það að ég er oft búin að fara í sturtu, og þvo á mér hárið með vatni!!!! bara aldrei með sápu…


Vona að þetta svari spurningu (sem kannski hafði verið að velta fyrir sér (a)..) um hvort maður þurfi að þvo sér um hárið eða ekki :D:D,…