Núna þarf ég smá hjálp frá ykkur góðu hugarar… Ég á eina mjög góða vinkonu sem mér þykir geðveikt vænt um, hún hefur sagt mér að einu sinni fyrir svona hálfu ári var hún alltaf að hugsa umm hvað hún borðaði og kaloríur og svoleiðis en sagðist alveg vera laus við þetta núna.

Hún er farin að borða alveg ótrúlega lítið, til dæmis borðar hún eitt epli allann daginn og finnst ekkert að því, hún reynir líka að borða ekkert óhollt.

Hún sagði mér að í gær hefði hún farið heim til sín fengið sér súkkulaði kleinur og spagettí í kvöldmat og borðað semsagt almennilega, en eftir það þá ældi hún öllu aftur, svo í morgun fékk hún sér svona 2 skeiðar af skyri og ældi þeim svo aftur.

Ég var að tala um þetta við hana og segja henni að hún mætti ekki gera þetta, hún sagði að hún hefði alveg stjórn á þessu núna og þá væri allt í lagi. Er það ekki þannig að fólk heldur í fyrstu að það hafi stjórn á þessu en svo hefur það hana ekki?

Ég er mjög hrædd um að þetta eigi eftir að þróast útí eithvað mikið verra hvað á ég að gera? hún hefur sagt mér að ef ég segi einhverjum þá tali hún aldrei við mig aftur…