Twiggy Twiggy er nafn sem langflestir með einhvern áhuga á tískuheiminum hafa heyrt oftar en einu sinni.

Réttu nafni hét hún Lesley Hornby og hún fæddist árið 1949 í Neasden, sem er eitt af úthverfum London. Lesley var kölluð ‘Sticks’ sem barn og unglingur vegna þess hversu mjög grönn og veikburða hún var í vextinum.

Lesley var uppgötvuð á hárgeiðslustofu snemma á unglingsárunum, og á staðnum var henni breytt í ofurfyrirsætuna ‘Twiggy’. Hún var fyrsta unglingsstelpan til að verða ofurfyrirsæta. 15 ára gömul hitti hún giftan 25 ára mann sem gerðist umboðsmaður hennar. Í kjölfarið tröllreið hún Tískuheiminum eins og hann lagði sig, og það vart talað um annað á árunum 1966-1969. Á þeim tíma tókst Twiggy at birtast 4 sinnum á forsíðu Vogue, hefja söngferil, og opna sína eigin hárgreiðslustofu. Hún trúlofaðist umboðsmanninum sínum árið 1968, en það slitnaði uppúr því þegar að Twiggy hætti í fyrirsætubransanum til að gerast leikkona.

Aðalsmerki Twiggy, auk þess að vera nánast í vextinum eins og smástrákur, voru augun. Fatahönnuðir og tískuljósmyndarar ætluðu að missa sig yfir þessum stóru augum, og ekki var dregið úr því með málningu í takt við tíðaranda 7. áratugarins. Þreföld lög af gerviaugnalokshárum og þykk svört augnlína til að tengja. Helstu starfsmönnum tískuiðnaðarins á þessum tíma fannst hún passa fullkomlega sem andlit nýrrar tísku. Ótrúlega fallegt andlitið gat túlkað svo margt í einu, hugrekki og sakleysi til að nefna fátt. Þetta var einmitt það sem gerði hana svo eftirminnilega sama þótt hún hafi í raun aðeins verið á toppnum í 4 ár.

Twiggy bjó yfir fleiri hæfileikum en að sitja fyrir. Eftir stuttan en ótrúlega vel heppnaðan fyrirsætuferil, sem festi hana í sessi sem eina af helstu ofurfyrirsætum 20. aldarinnar, tók leiklistin við. Twiggy lék í nokkrum leikritum, sjónvarpsþáttum og jafnvel kvikmyndum. Twiggy sannaði sig sem alvöru leikkona er hún vann til tveggja Golden Globe verðlauna árið 1971, sem Besta leikkona og Besti nýliðinn. Þá kynntist hún leikaranum Michael Whitney og þau giftu sig árið 1977. Þau eignuðust eina dóttur. Whitney dó úr hjartaáfalli árið 1983, en Twiggy giftist á ný, núverandi eiginmanni sínum, leikaranum Leigh Lawson árið 1988. Twiggy er að leika enn í dag.

Twiggy markaði djúp spor í tískusögu 20. aldarinnar og hennar verður lengi minnst sem einnar af helstu ofurfyrirsætum sögunnar.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'