Hárgreiðsla Hár er mikilvægur þáttur í sköpun útlits fyrir ýmsa atburði (t.d. böll).
Ef þú ert með náttúrulegar ofsakrullur má nú nýta sér það í ýmsa hluti en sumir hafa tekið upp á því slétta hárið í gríð og erg jafnvel bara fyrir skólann sem getur ekki farið vel með hárið. Endilega farið spart með það úrræði þið sem eruð með svona miklar krullur því þá skemmast endarnir svo ofsalega á hárinu.

Mig langaði að tala um slétt og slegið hár. Þegar hárið þitt er hreint, nýgreitt og slétt er svo rosalega auðvelt að eiga við það. Það býður uppá svo marga möguleika, t.d. að reyna að troða í sig ofsa krullum með einhverskonar tólum og tækjum. Eða setja eitthvað skemmtilegt í það eins og fallega spennu, teygju eða fléttur. Til þess að lítil hár sem hafa klofnað eða eru svona úfin þá er hægt að slétta slétt hárið. Það verður fínara og það verður þá ekkert rosalega úfið. Svo er hægt að setja svona skemmtilegan lit líka af og til með einhverjum skolum (ekki er ég að segja að það gangi ekki upp fyrir þá sem eru ekki með slétt hár) eða bara láta fagmenn skipta um lit eða setja strípur.

Það skiptir máli hvernig hárið er (reyndar að mati sumra mestu ef ekki öllu máli). Hvort að það fari eitthvað kjólunum að vera með fastar fléttur eins og þú sért nýkomin úr herbúðum eða hvort að tíkarspenarnir fari vel með stutta pilsinu.

Þarf maður samt að vera að velta sér uppúr þessu fyrir hversdagslega atburði eins og mætingu í skólann? Þarf eitthvað að vera að leggja mikla vinnu í þetta þá? Verður þá ekki bara einhern veginn ómerkilegra þegar þú leggur mikla vinnu í hárið þitt fyrir ball? Nei nei hvaða vitleysa, að hafa áhuga á hárinu getur aldrei verið óspennandi fyrir þér. Þetta er þitt hár þú mátt gera hvað sem þú vilt við það þó að ekki allir séu sammála eða að það fylgi einhverri tískunni sem er að ganga núna.

Mundu bara að muna eftir hárinu.
Have a nice day