Coco Chanel

Coco Chanel, eða Gabrielle Bonheur Chanel eins og hún hét í raun, fæddist þann 19. ágúst 1883. Hún ólst upp í Saumur í Frakklandi. Móðir hennar dó þegar Coco var aðeins sex ára. Eftir það skildi faðir hennar hana og fjögur systkini eftir í umsjá ættingja.

Gabrielle tók upp nafnið Coco sem ung kona á stuttum söngferli sínum. Seinna kynntist hún tveimur ríkum mönnum sem að hjálpuðu henni bæði að koma upp eigin hattabúð í París árið 1910, og að fá konur í efri stéttum til að versla þar. Í kjölfarið urðu hattar Chanel mjög vinsælir.

Chanel og hönnun hennar urðu sífellt vinsælli og hún fór fljótt út í að hanna fleiri flíkur en hatta. Verslanir hennar breiddust fljótt um heiminn og Coco varð fyrsti Frakkinn til að vinna sem fatahönnuður í Bandaríkjunum. Uppúr 1920 var hún komin með glænýja tískulínu sem að breytti miklu til hins betra fyrir konur víðs vegar um heim. Tískan breyttist úr þröngum lífstykkjum yfir í þægileg en kvenleg föt, sem konur áttu mun auðveldara með að hreyfa sig í.

Árið 1922 kom Chanel með sitt fyrsta ilmvatn á markaðinn. Hún nefndi það Chanel no. 5 einfaldlega vegna þess að 5 var happatalan hennar. Maður að nafni Pierre Wertheimer varð svo meðeigandi hennar í ilmvatnsbransanum árið 1924 og sjá afkomendur hans enn um framleiðsluna.

Uppúr 1920 kom Coco einnig með sumar af hennar bestu, vinsælustu og sígildustu hönnunum, ‘Litla svarta kjólinn’ svo dæmi sé tekið. Hann kynnti hún árið 1926, og hann hefur ekki enn tapað gildi sínu.

Á stríðsárunum vann Coco sem hjúkrunarkona, öll viðskipti hennar lögðust hvort eð er niður vegna stríðsins. Í seinni heimstyrjöldinni átti hún í ástarsambandi við nasista og olli það töluverðum skaða á sölu hennar um tíma.

Coco Chanel kom svo sterk inn aftur árið 1954, og kynnti til sögunnar ýmsar flíkur sem heilluðu konur um heim allan. Dragtir, bæði með buxum og pilsum urðu geysivinsælar og Chanel var opinberlega orðin ein af vinsælustu hönnuðunum á ný.

Gabrielle ‘Coco’ Chanel vann allt fram til dauðadags, en hún lést árið 1971. Það var mikill missir fyrir tískuheiminn, en arftaki hennar sem yfirhönnuður í Chanel Tískuhúsinu, Karl Lagerfeld heldur heiðri merkisins uppi með flottum fötum í anda gamallar Coco-hönnunar.



‘The more feminine a woman, the stronger she is.’
-Coco Chanel
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'