Já skart!!! Ég er mikið búin að sjá að skart komi sterkt inn í sumar. Öll armböndin, hálsmenin, öklaböndin, hárspennur, úr, hringar, blóm, nælur og ég veit ekki hvað og hvað…!!!

Armböndin verða örugglega svipuuð og í fyrrasumar og í vetur, bara að vera með nóg af þeim og helst á báðum höndum!!

Hálsmenin verða annaðhvort mjög fín eða þá gróf. T.d. stórar perlur og mikið af þeim. Og svo er líka geðveikt töff að hafa þau svolítið löng og vefja þeim um hálsinn og láta svo afgangin lafa langt niður!! :)

Ætli eyrnalokkarnir verði ekki mikið í þessu 80's stíl, svolítið stórir og grófir. Stóru silfur hringirnir og jafnvel stórir, þykkir, hringlaga eyrnalokkar sem eru kannski grænir eða appelsínugulir!!

Ökklabönd, veski, hringar, naglalökk, belti, gat í naflann, gat í tunguna, göt í eyrun og bara göt hér, göt þar og göt alls staðar!!

Tattoo eru mikið í tísku hjá vissum hópi fólks en persónulega þá fíla ég ekki tattoo nema kannski ef þau eru lítil og ekki of áberandi. Það er bara mjög sniðugt að fá sér eitthver tattoo sem endast í stuttan tíma en ekki ævilangt.

Blóm í hárið, blómanælur, blóma munstur, blóma hálsmen, hringar, og bara allt í blómum alls staðar…mynnir svolítið á hippatímabilið þó svo að blómin voru kannski notuð aðeins öðruvísi þá!! :)

Það er svo mikið til af skarti að lengi er hægt að telja!! Hvað finnst ykkur um það að hafa svona mikla skartgripi og hvað fílið þið best??

darma ;o)