Fannst þessi grein best passa hérna.

Fyrir nokkru var þáttaröð í sjónvarpinu sem kallaðist Survivor og gerðist þá í Amazon að mig minnir og var hópunum skipt upp í Karla flokk vs. Kvenna flokk.
Ég spurði móður mína:“Hvort gengur betur, að láta hóp kvenna saman eða karla?” Spurði ég.
Hún svaraði mér:“Karla er það ekki.” Svaraði hún.
Ég spurði hann stjúpa minn sömu spurningar. Hann svaraði:“Karla, ekki spurning.” Svaraði hann.

Ég pældi ekki of mikið í þessu þá en síðan vorum við bekkurinn í þjóðfélagsfræði. Kennarinn talaði um það að vera unglingur og sumir svöruðu að það væri erfitt að vera unglingur.
Síðan spurði hún:“ Finnst ykkur ekki erfitt að þurfa að vera eins og fyrirmyndir ykkar eins og t.d. Popptíví, MTV?” Spurði hún.
Ég komst ekki hjá því að hlæja því þar sem ég leit yfir bekkinn vorum við ekki margir strákarnir sem fengum fyrirmyndir þaðan.

Einn er doltill rebill, gengur um í fötum sem lætur tísku unnandi fólk stinga í augun; rifnar bláar gallabuxur með rauðum bótum, appelsínugulri peysu, svörtum sokkum eða eitthvað og bláan trefil.

Annar er í leðurbuxum og svona rokklegheit og sætisfélagi minn er eins og ég á móti útlits dýrkun og er ekki hnakka gaur.

Ég elska Ísland, reyni eins og ég mögulega get að tala rétt mál, á boli úr Nonnabúð með gömlum frímerkjum og kjörorðið er “Ísland er best.”

Sem sagt mér fannst þetta heldur fyndið og sagði:“Nei.” Sagði ég.

Kennarinn:“ Finnst sér það ekkert erfitt?” Spurði hún.

Ég:“ Ég er ekki alveg týpan (sletta) sem fær fyrirmyndir frá M- og PoppTV.

Þá sagði stelpan fyrir framan mig:” Þú veist ekki hvernig það er að vera stelpa.“ Sagði hún.

…….Þá allt í einu stoppaði öll starfsemi í heilanum í smá stund. Síðan fór ég að hugsa:”Eru stelpur svona leiðinlegar við hvora aðra eða eru þær bara með svona lágt sjálfsálit?"

Sagt er að stelpur myndi sterkari persónulegri tengsl við vinkonur en mynda þær þá ekki djöfulegri sambönd við óvinkonur.

Ég t.d. á enga óvini, suma líkar mér við og aðra ekki en ég hata engan. Hef tekið eftir því líka í stelpuheiminum í mínum árgang að stelpur eru í færri hópum og tala verr um hina hópa/einstaklingana.

Vitringur/Völundu
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig