Tískumótmæli Ég hef verið að spá í þessa tísku undafarnar vikur og hún pirrar mig soldið. Flest ykkar eru örugglega ósammála mér, en það er þá bara þannig.
Þeir sem vilja vera í tísku mega það, en ég vil bara koma þessu á framfæri.

Af hverju vill fólk klæða sig eins?? Það eru allir í sömu Diesel buxunum sem kosta líka alltof mikið og í stuttum pislum og leggings. Þetta eru alls ekki ljót föt, ekki misskilja mig, en þetta bara fer að verða leiðinlegt. Ég hef reynt eins og ég get að klæðast öðruvísi og mér hefur bara gengið nokkuð vel! Það er bara miklu skemmtilegra þegar fólk finnur sér sinn eigin stíl og smekk. Samt nota ég gallabuxur, því það er gæðaflík sem dettur ekki úr tísku.

Það er líka svo ömurlegt með sumar tískuvörurnar, að maður eyðir helling af pening í eitthvað sem verður bara orðið asnalegt eftir fáa mánuði. Eins og þetta með neonlitina. Ég hef ekki séð neinn í neonlitum fötum nýlega. Samt var þetta í ótrúlega mikilli tísku fyrir ekkert svo löngu og svo hverfur þetta bara alveg. Og ég ætla ekki einu sinni að byrja á gúmmíarmböndunum! En nú vona ég að einhverjum af ykkur hafi líkað greinin og hugsið aðeins um þetta. :)

Og munið að það er flott að vera öðruvísi og ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Allt sagt með hálfri virðingu.