já, núna fyrr í dag fór ég og verslaði mér peysu í ofangreindri búð, GK Reykjavík, en ég hafði ekki verslað þar áður, en mér langaði að skrifa þess grein til þess að lýsa yfir ánægju minni á þessari búð.
Í fyrsta lagi var mjög notalegt að labba þarna inn(þetta er sko búðin á laugarveginum, veit ekki hvort þær séu fleiri), mjög svona rólegt umhverfi, ekki einhverjir æpandi veggir og dúndrandi trans tónlist (sem getur nú samt verið fjör stundum). Þegar ég labb inn tekur mjög virðulegur, ljóshærður maður á móti mér. Hann spyr hvort að hann geti aðstoðað og ég hugsa mig aðeins um en segist svo ættla bara að fá að skoða, hann segir bara ok, og segir me´r bara að láta vita ef ég þarfnast aðstoðar. Það sem maðurinn gerir svo er að fara ekki of langt í burtu, hann svona er á svæðinu, án þess að vera alveg ofaní mér, hann svona gefur me´r næði, en það gerist ekki í öllum búðum, eins og t.d. Mótor, en svo eru aðrar búðir þar sem starfsfólkið hreinlega hverfur ef maður þyggur ekki hjálp í fyrstu.
En já, svo eftir stutta stund þá pikka ég í mannin og bið um smá aðstoð, sem og ég fæ. Ég spyr hann um flestar þær vörur sem hann er með, og hann ræðir við mig, sýnir mér peysur, jakka, alskonar svona. Hann hjálpar mér að máta, þ.e. heldur fyrir mig jakkanum og þetta, ég gat nú séð um það sjálfur að smegja mér í buxurnar:P og segir mér svona hvað honum finnist um stærðina og þannig, hvað mætti fara betur, og hvða fer me´r vel, og allt er þetta gert á mjög fagmanlegan hátt, ég finn það að maðurinn veit um hvað hann er að tala.
svo loksins þegar ég hef fundið mér peysu sem ég vill kaupa, þá tekur hann við henni og pakkar henni í poka og svona. og ég varð var við það allan tíman að öll þau föt sem þarna voru, voru meðhöndluð af mikilli fagmennsku af starfsmönnum, en maður verður nú ekki var við það alsstaðar.
Það var þessi fagmennska sem mér líkaði svo vel í þessari búð, var ótrúlega að mínu skapi.
en já, ég vildi bara koma þessu á framfarir, þessari ánægju minni :)