Margir hafa velt fyrir sér. “Vá hvað þessi er fullkomin, hún er svo mjó og brún!” fyrir framan sjónvarpið. Þegar maður ber sig sjálfur fram yfir kannski fræga stjörnu þá finnst manni sjálfur svo ljótur. En þetta er allt í plati. Eins og t.d. frægar, brúnar konur í bikiníi ekki með einn einasta fæðingarblett eða neitt svoleiðis sem allir eru með. Þetta er allt plat. Það er hægt t.d. að stækka brjóstin, taka alla fæðingabletti burt, láta þær verða ógeðslega súkkulaði brúnar og rosalega fallega málaðar og fullkomnar. Þannig að ef þú átt í Vandræðum og finnst þú svo ljót/ur fram yfir einhvern sem þú hefur séð í sjónvarpinu þá er hann eða hún sem þú sást ekki svona rosalega fullkomin/n í alvörunni. Eins og t.d. þegar ég var að hiorfa á Mtv fyrir nokkrum mánuðum þá var “Christina Aquilera's Day” og það sást þegar hún var ný vöknuð og hún var svo ÓGEÐSLEGA ljót! ojj mér bauð við henni! Líka á Mtv þegar það sást að Britney Spears var að velja sér hárkollu.
Svo að ekki finnast þú ljót/ur yfir einhverjum sem þú sást í sjónvarpinu! Vertu ánægð/ur með sjálfa/n þig og eins og málsátturinn segir: Enginn er fullkominn ;)