Jæja, núna nýlega hefur fólk verið að ræða hópa og hvernig fólk flokkar sig í þá.
En já, þið kallið þetta hópa…..goth-hópar, hnakka-hópar og allt það.

En vitið virkilega hvað “goth” er?
Eða hvað “hnakki” er?

Ég hef verið að pæla í þessu því að fólk lætur þetta allt í hópa eftir útliti………ég gæti vel litið út eins og “hnakki” en verið samt “Goth” eða rokkari eða eitthvað annað.

Jaaa, ég veit náttúrulega ekkert hvað “hnakki” er……hvort það sé bara um útlit og tónlist og svoleiðis, en þar sem ég veit að “Goth” er hugarfar þá gæti ég vel hlustað á Britney Spears og verið í ósköp venjulegum fötum en samt væri ég “Goth”

Ég hef alltaf velt því fyrir mér afhverju útlitið og tónlistin er sett í þessa svokölluðu “hópa”
Og afhverju sumt fólk setur útá “hnakka” og öfugt.

Við erum öll venjuleg……það er enginn óvenjulegur.Þó að við höfum misjafnar skoðanir og misjafnan smekk erum við öll “venjuleg”, þ.e.a.s. ef það er einhvað til sem er venjulegt :)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"