Jæja, nú er ég kominn með upp í kok af þessu fólki sem er alltaf að röfla um það að við eigum að hætta að dissa það hvernig það klæðir sig, hvernig það meikar sig og hvernig það hegðar sér og þar fram eftir götunum.

Hvaða fólk er ég að tala um, jú ég er að tala um þetta fólk sem aðhyllist svokallaða Goth tísku, klæðir sig í allt svart, notar svartan varalit, hvítt meik og o.s.frv. Þið vitið öll um hvaða fólk ég er að tala.

Ef þetta fólk myndi nú bara klæða sig í þau föt sem það vill vera í og og láta þar við sitja þá væri þetta okei, en ó nei, það gera þau svo sannarlega ekki. Í staðinn þá tala þau stöðugt um það hvað það séu miklir fordómar gegn þeim, hvað það sé horft mikið á þau og blablablablabla - með öðrum orðum, þau eru stöðugt vælandi um það hvað þau eiga bágt.

WAKE UP, það er öllum skítsama í hvaða fötum þið gangið, alveg eins og það er öllum skítsama í hvaða fötum ég er, það er löngu hætt að vera eitthvað statement að klæða sig svona. Þetta er orðinn svona klúbbur, klúbbur fyrir lítð og hrætt fólk með lítið sjálfstraust sem langar til að vera öðruvísi svo að það taki kannski einhver eftir ykkur.
Vandamálið er bara að þetta fólk er svo lítið í sér að það þorir ekkert að vera öðruvísi svo það klæðir sig í þennan búning til þess að tilheyra heilum hópi af “öðruvísi” fólki, það þorir sumsé ekki að standa útúr nema það standi einhver annar við hliðina á þeim sem er eins (sjáið þið þetta fólk einhvern tíma eitt á ferð?)

Þessvegna segi ég - hættið þessari hræsni og hættið þessu væli, ekki væla um hvað þið fáið asnalega athygli þegar tilgangur þess sem þið gerið er að fá nákvæmlega þessa athygli.

Ég þori að vera öðruvísi, mér er skítsama hvað fólki finnst um mig og ég klæði mig eins og ég vil og greiði mér asnalega eða bara alls ekki, ég segi það sem mér finnst og þarf ekki að fela mig á bakvið fullt af fólki sem hefur sömu “öðruvísi” skoðunina og ég. Ef fólk horfir á eftir mér og segir að ég sé asnalegur þá fer ég ekki heim og væli yfir því að fólk skilji mig ekki, ef það fílar mig ekki þá er það þeirra vandamál en ekki mitt……..