Ég sá grein eftir thoru sem fjallaði um anorexíu og þá vaknaði upp sú kennd hjá mér að skrifa um aðeins um anorexíu. Þannig vill nefnilega til að stóra systir mín hefur þjáðst af þessum sjúkdóm í 6 ár. Það var ekkert eitt sem hratt þessu af stað heldur voru það margir samverkandi hlutir. Systir mín var alltaf svona aðeins öðruvísi, var ekki þessi gelgja eins og vinkonur sínar þegar hún var yngri og varð þess vegna svolítið út undan. Hún var í björgunarsveitinni og fór oft um helgar með þeim í útilegur, þá borðaði hún alltaf afskaplega lítið til þess að þurfa ekki að fara á klósettið sem yfir leitt voru bara “úti í móa” klósett. Svo einn daginn hringdi vinkona hennar í hana og sagði við hana: “ég vil ekki vera vinkona þín lengur, ég er svo miklu þroskaðri en þú!” Það var nú aldeilis þroski! Alla vega þá áttaði mamma mín sig á því sem farið var að gerast með systur mína áður að hún var sokkin langt í þennan heim og fór með hana til sálfræðings sem hún hefur hitt einu sinni í mánuði síðan.

Fyrst um sinn skildi ég þetta ekki og fannst þetta ekkert alvarlegt, en svo smátt og smátt fór þetta að hafa áhrif á líf mitt líka. Ég, yngsta barnið sem hafði hlotið alla athygli foreldra minna þurfti nú að lúta í lægra haldi fyrir systur minni, hún fékk alla þeirra athygli. Mestu umsvifin voru þó að mamma hætti að koma upp í herbergi til mín rétt fyrir svefn, við vorum vanar að tala þá dáldið saman en hún hætti því, vegna þess að hún var niðri hjá systir minni að tala við hana. Stundum þegar ég var að reyna að sofna heyrði ég hvernig þær rifust og fyrir mig, 10-11 ára stelpu var það frekar erfitt að hlusta á. Og í dag finnst mér það í raun vera enn verra að heyra í þeim rífast, þá helst fer ég út, sérstaklega þegar ég heyri að mamma er farin að gráta. Þessi sjúkdómur læknast nefnilega aldrei, þetta er eins og með fíkniefnin; þú átt alltaf í hættu á því að falla aftur í sömu gryfjuna. Og það veit mamma.
Það erfiðasta fyrir mig er samt að ég þoli ekki systur mína lengur, ef ég get þá kallað hana systur ennþá því þetta er ekki sama manneskjan og ég lék mér við þegar ég var lítil. Þessi er allt öðruvísi! Ég get ekki sagt hvað sem ég vil við hana, ég verð að passa mig að segja ekki neitt sem gæti sært hana eða komið henni í uppnám.
Mesta martröðin er matartíminn, að setjast við matarborðið getur verið þvílík pína! Fyrstu árin átum ég, mamma og pabbi meira en við hefðum átt að gera til að láta systur mína borða meira. Láta hana halda að hún væri bara að borða lítið. Núna þegar við borðum öll eðlilega, er hún alltaf að bera sig saman við okkur, við sem erum ekki sambærileg!Það fer virkilega í tauganar á mér stundum. Ég sem þarf frekar að passa að vera ekki of þung, fæ mér oft eitthvað með systur minni til þess eins að fá hana til að borða. Einhvern veginn fer líf manns að snúast um að fá hana til að borða, snýst um að gera hana ánægða, halda henni góðri. Mér þykir leiðinlegt að segja það,en það er satt að mér líður betur heima hjá mér þegar hún er ekki heima og oft verð ég daprari þegar ég heyri að hún er að koma heim. Stundum vildi ég að hún væri ekki til, stundum vildi ég að ég væri ekki til, stundum vildi ég að hún dæi(því hún getur aldrei alveg læknast), og stundum vildi ég helst komast sem lengst í burtu frá öllum áhyggjum, hreinlega vera sjálf ekki til. Þetta er að gera mömmu mína gráherða og mig þunglynda. Ég þori ekki að segja mömmu minni frá öllum mínum vandamálum því ég veit að það er nógu erfitt fyrir hana að hugsa um systiru mína, ég vil ekki vera nein fyrirhöfn fyrir mömmu mína, ég vil ekki verða til neinna vandræða svo hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af mér líka. Þetta er einhvern veginn svo keðjuverkand og ömulegt allt saman.

Þannig að ég bið ykkur, áður en þið farið í megrun eða eitthvað svoleiðis, hugsið þá um foreldra ykkar og systkini. Maður þarf ekki að vera eins og tannstöngull til að “fitta” inn í hópinn, allt sem maður þarf er að vera ánægður með sjálfan sig eins og maður er… það er alltof sumt. Það hefur oft verið sagt við mig að ég sé í þykkari kanntinum og jafnvel mamma mín hefur sagt við mig að ég þurfi að passa mig. En samt skorti mig ekkert vini og vinir mínir eru sko engir “2nd class” lið. Verið ánægðar með ykkur og ekki bera ykkur saman við aðra, hver og ein manneskja er sérstök. Ein vinsælasta stelpan í bekknum mínum var “overweight” en það hafði engin áhrif á vinsældir hennar, það er persónuleikinn sem skiptir máli.

jæja.. þetta er orðið alltof langt (samt er svo margt meira sem ég gæti sagt) og komið langt út fyrir efnið sem þetta átti upphaflega að fjalla um, að ég verð að hætta.
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”