Fyrirsætunámskeið: Rugl? Snilld? Sá hér á korkinum að stelpa nokkur var að spyrja um verð á “Framkomu og fyrirsætunámskeiðum” hjá Eskimo.

Pælið í þessu.
Af öllum þeim fjölda stelpna sem sækja “Framkomu og fyrirsætunámskeið” hjá Eskimo, hvað ætli mikið brot, prósenta jafnvel, hafi eitthvað virkilega uppúr þessu peningalega séð? Sem sagt, fái fyrirsætusamning, hlutverk í sjónvarpsauglýsingu, ljósmyndaseríu í tískublaði o.s.frv.

Ég ætla að skjóta á… ekki svo ýkja há.
En auðvitað er aldrei hægt að alhæfa neitt svona. Auðvitað hafa fyrirsætur uppgvötast á þennan hátt en það er bara svo mikill, mikill minnihluti.
Það er hugsandi að eitthvað raunverulega nytsamlegt lærist af námskeiðunum eins og t.d. að farða sig. Og svo er auðvitað gaman að eiga nokkrar professional teknar myndir af sjálfum sér. En er það þess virði, miðað við hvað rukkað er fyrir námskeiðið?

Málið er bara í dag er mjög inni að reyna að ná einhverjum frama. Það virðist sem svo að allir hafi einhverja söng-, dans-, fyrirsætu-, og leikhæfileika. Mér finnst þetta ekki góð þróun, því að hver vill hafa offramboð á t.d. atvinnumennsku söngvurum? Því í dag geta allir allt í einu sungið!

Ég tel Eskimo hafi vænar tekjur uppúr “Framkomu og fyrirsætunámskeiðum” miðað heildartekjur fyrirtækisins. Í raun er þetta bara góð markaðsfræði. Því hvað er betri markaðshópur en 13-16 ára áhrifagjarnar stelpur? :)

Og síðast en ekki síst vil minnast á þetta;
“Allir þáttakendur fá Eskimo Models boli, lyklakippur og viðurkenningaskjal.” (tekið af eskimo.is)
- Já, æðislegt að fá svo þetta dót sem er á 15.000 þús.kr. eða svo, sem er andvirði námskeiðsins :)

Gefið þessu gaum áður en farið er útí meira.