Jæja…….ég ætla að tala um “feitt” eða “þybbið” fólk.
Ég fatta ekki málið með það að vilja ekki tala við fólk afþví það er feitt eða vera stríða því.
Það er verra að vera ekki með neitt utan um sig vegna þess að þá eru meiri líkur á því að manni verði kalt í 15 stiga hita!
Ég veit þetta því ég er svo grönn, og það er ekki það skemmtilegasta í heimi.
Svo er fólk að segja: Ohh þú ert svo heppin af vera svona mjó, mig langar að vera svona.
Ég mundi segja að það sé betra að vera “feitur” eða “þybbinn” nema að maður reyni of mikið að grennast og lendi í bulemiu eða anorexiu.

Ef maður er svo rosa grannur getur maður lent í því að fá anorexiu án þess að ætla sér það.

Mér finnst sorglegt að vita af því að “feitt” og “þybbið” fólk er lagt í einelti eða fólk vilji ekki tala við það.
Og líka svona gelgjutuðrur sem baktala fólk………þetta fer alveg í taugarnar á mér.

Og svo þegar gelgjutuðrurnar reyni að líkjast þessum súpermódelum af öllu afli.En þær lenda síðan í anorexiu eða bulemiu og halda áfram að segjast vera feitar.Súpermódel sem auglýsa föt og þess háttar á ekki að vera OF mjótt, manni verður óglatt að sjá þetta.
Og grannar stelpur vilja verða alveg eins og grenna sig meira!

Jæja,en hverjar eru ykkar skoðanir á þessu máli??
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"