Núna hafa komið 2 greinar um hár stráka með frekar stuttu millibili og ákvað ég þessveggna bara að skella inn einni grein um þetta mál svona bara til þess að svona kanski reyna að leiðbeina sumum og svo bara segja álit mitt á þessu.
En núna er náttúrulega að koma sumar og með nýjum árstíðum koma nýjar tískur, það mætti eiginlega segja að það séu svona 2 aðal tímabil í tísku, það er sumartímabil og svo vetrartímabil og eins og stendur er sumarið rétt handan við hornið og er þessveggna viðeigandi að fjalla aðeins um hártískuna hjá strákum í sumar.
Það sem mér finnst mikill misskilningur hjá sumum finnst mér sá að sítt hár sé enþá í tísku og að það sé fyrst núna að víkja. því er ég nú ekki alveg sammála og finnst það í rauninni hafa fylgt soltið sumartískunni í fyrra, svo yfir veturinn kom þetta bítlahár soltið aftur, en það hafði verið á undan síða hárinu. En já, eins og stendur er hárið að styttast mjög mikið, og kemur þessi lubbi held ég alveg til með að detta út í sumar. samt sem áður á eftir að vera smá sídd í hárinu, en ekki þessi lubbi. Það kemur t.d. til með að vera mikið um það að halda soltilli sídd í toppnum, en hafa aðeisn styttra á hliðunum og eins og halda síddinni að aftan. Þá er ég ekki að meina þetta klassíska sítt að aftan eins og fór hamförum um heiminn hér á árum áður, heldur bara að halda soltið síddinni, ekki klippa það alveg stutt eins og oftast er gert. Það hefur líka soltið borið á því að við þessa hártísku eru settar ljósar strípur yfir allt, nema svona dökkar í hliðarnar, nema nottla strákar séu með mjög dökkt hár fyrir, þá þarf það nú ekki.
En já, þetta ver svona ein af því sem kemur til með að vera, svo er það nottla þetta klassíska stutta hár sem að er alltaf í tísku og ef maður vill vera save, þá er það málið ;) en svo fylgir nottla soltið að með tísku idoli allra karlmanna, sjálfur Davdi Beckham, en hann er eins og flesti vita sem að fylgjast með, snoðaður, en það kemur þá án ef til með að vera soltið inn, svona hjá þeim sem að bera það vel, það eru nefninlega ekkert allir sem að bera það vel að vera snoðaðir.
En já, þetta er svona stutt afgrip af því sem að kemur til með að vera, en ég er nú ekki með þessari grein að segja einum né neinum að honum beri einhver skilda til að fylgja þessu, þetta er bara svona fyrir þá sem hafa áhuga á :) en eins og ég sagði hér að ofan þá er mikilvægt að finna sér stíl sem að henntar manni og maður fílar, því það er bara asnalegt og það sést alveg, ef að þú fílar sjálfan þig ekki ;) það er alveg jafn mikilvægt að fíla sjálfan sig eins og að klæðast eftir tískunni, en ég er samt ekki að hvetja ykkur til að verða alveg goth eða eitthvað þó að þið fílið það.
en já, þá verður það ekki fleira í bili, vona að þetta geti hjálpað einhverjum. gangi ykkur vel

kv. jeffers