Guð hvað ég hlakka til þegar sumarið kemur…sem er nú samt ekkert skrítið maður er að fara að komast í frí og svona en það sem ég ætla að ræða um í þessari grein er það hvað verði í tísku í sumar….!

Eins og alltaf á sumrin koma þessir skemmtilegu og lítríku litir og einnig ljósu svo maður getur tekið af sér loðfeldinn og orðið brún og sæt.
Oki ég hafði ekki farið lengi í sautján og síðan í gær fór ég þangað og ég fékk ofbirtu það var komið svo mikið af litríkum fötum og converse skórnir eru æði!
Oki það á kannski ekki eftir að ganga vel að skrifa grein um sumartískuna þótt ég viti ansi mikið en það er nú bara maður er komin úr æfingu, hef ekki skrifað grein í verulega langan tíma svo datt í hug að skrifa loksins um sumarið….hef ekki gefið mér tíma í það.
Það sem ég hef tekið eftir er að það verður mikið um ljósar hörbuxur og bara yfir höfuð einnig er nýja línan hjá Diesel geðveik flott svona yfirleitt og ef maður er að fá sér einhverjar gallabuxur myndi ég fá mér diesel eða í Centrum Lee þótt það séu nú ansi mikið af flottum gallabuxum til..
Krumpustígvél verða mikið um sumarið og converse skórnir eru komnir í æ flottari litum en áður eins og t.d. appelsínugulum og það er bara geðveikt.
Polo bolir verða vinsælir eða allavega var ég í NYC og þeir voru allstaðar en ég hef kannski ekki séð mikið með þá nema þá Lacoste í Retro en ég spái að þeir muni koma meira í búðir fyrir sumarið.
Stutt pils sem maður getur snúið sér í hring í og þau liftast man ekkert hvað þau heita eru flott og einnig miðsíð pils en einmitt ef þú ert að fá þér pils myndi ég fá mér pils í þeirri sídd en þá er mikið með tjull undir.
Opnir skór verða mikið í sumar eins og hefur sýnt sig og þá einhverjir litríkir og einnig skór með rúnaðri tá en támjóu eru samt sígildir svo það þarf ekki að hafa áhyggjur. Skór sem flestir hafa séð með böndum öklanum finnst mér líka rosalega flottir en vona bara að allir fái sér ekki þannig því annars á ég eftir að missa áhugan af þeim.
En ekki má gleyma að allir ættu að fjárfesta í góðum sumarjakkka…því sumarið er við næstu dyr…

En takk fyrir að hafa nennt að lesa þessa grein og fyrir það máttu endilega skrifa álit þitt af þessari grein og plís engin skítköst um Diesel eins og er alltaf verið að tala um þær hjá greinum sem nefna þetta merki en hvað með það…Gleðilegt sumar

Halla :)