Marquardt Gríman Marquardt Gríman

Dr. Stephen Marquardt er fyrrverandi lýtalæknir í
Bandaríkjunum sem sérhæfði sig í munn- og gómaðgerðum.
Síðustu ár hefur hann dregið sig í hlé frá skurðlækningum og
rannsakað
hvað það er sem gerir fólk fallegt. Niðurstaðan var Marquardt
gríman. Marquardt gríman byggir á gamalli formúlu sem var
fyrst notuð til hönnunar á pýramídunum í Forn-Egyptalandi.
Þetta hlutfall er oft kallað gullna sniðIð(the golden ratio) eða
phi(fí) sem lýsir sér þannig að breyting frá einum hlut til þess
næsta er hlutfallslega 1.618. Þetta snið kemur oft fyrir í
gamalli grískri list, í styttum og fornum hofum. Rómverjar
notuðu það mikið líka, og Leonardo Da Vinci studdist við það í
málverkunum sínum. SniðIð er enn notað í dag við gerð
bygginga, auk þess að vera mikið notað í nútímalist. Hlutir
sem fara eftir sniðinu eru oftast mikið konfekt fyrir augað.

Marquardt gríman á að vera sniðmát af hinu fullkomna andliti.
Gríman er af konu vegna þess að konur eru taldar vera
fallegra kynið, þær laða oftast að sér karlmennina. Öfugt er
það hjá ýmsum tegundum fugla, en þar er karldýrið í skærari
og fallegri litum og laðar að sér kvendýrið. Til eru grímur fyrir
bæði kynin og nokkra kynstofna, en þær eru örlítið breyttar frá
upprunanlegu útgáfunni. Gríman kemur í tveimur
sjónarhornum, það er framgríman og hliðargríman.

Lýtalæknar og snyrtifræðingar allsstaðar í heiminum þekkja
grímuna mjög vel og fara oft eftir henni til að gera fólk fallegra.
Staðreyndin er sú að fallegra fólk passar betur í grímuna, þið
getið lesið meira um verk Marquardt á
www.beautyanalysis.com. Einnig getið þIð sótt grímurnar í
myndformi og prufað að máta þær með ljósritunarvél eða
Photoshop.

HeimasvæðI Marquardt - beautyanalysis.com
Meira um gullna sniðIð - www.goldennumber.net