Jæja ég hef tekið eftir því að það er ENDALAUST verið að spyrja um sléttujárn og Litalinsur, alltaf sömu spurningar, hvað kostar og hvað er best. Svo að ég ákvað bara að segja frá þessu öllu saman.

Sléttujárn: Þau fara illa með hárið ef þau eru notuð á hverjum degi eða mikið. Keramik sléttujárnin eru langbest. Sem sagt sléttist hárið mest. Þau kosta á bilinu 3500-10.000 krónur. Sennilega ódyrast í Hagkaup og eitthvað dýrara á Hárgreiðslustofum og öðrum búðum.

Litalinsur: Sjálf hef ég verið með litalinsur og fannst það mjög flott en frekar óþæginlegt. Ég sá illa með þær en notaði þær nú samt. Fannst þær of flottar til að sleppa því :) En allur pakkin sem sagt með mátun og vökva (og auðvitað linsurnar líka) kosta eitthvað um 6000 krónur kannski eitthvað meira. Ég fór í búð sem heitir Linsumátun og er á laugarveginum (rétt hjá Knickerbox) og fannst þjónustan mjög góð þar. Þegar þú ferð í mátun færðu að prófa alla þá liti sem þú villt. Sem var reyndar ekki á öðrum stöðum sem ég spurðist um fyrir. Þannig ég mæli með þessum stað. Heimasíðan er www.linsumatun.is og þar er hægt að sjá liti og verð.

Vona að þetta hafi svarað spurningum ykkar eitthvað. =)

kv. Miquita
-Stella BjöRt!;*