Kæru Hugarar!
Nú fer sumarið að nálgast og við vonum af öllu hjarta að það verði dálítið sólríkt. En talandi um sól þá er best að muna að fara varlega í sólböðin.
Aldrei ætti að liggja lengi í sól án þess að nota sólarvörn. Sérstaklega fyrir mjög ljóst og freknótt fólk en auðvitað ættu þeir sem eru í dökkari kantinum að verja sig líka. Hægt er að fá sólarvörn í mörgum styrkleikum. Það tekur áburðinn u.þ.b. hálftíma að byrja að virka svo að það er best að láta á sig ÁÐUR en maður fer á ströndina, ekki þegar maður er mættur á staðinn.
Það fer enn verr með húðina að fara í ljós og þess vegna ætti alltaf að setja sólarvörn á sig fyrir ljósatíma. Það er algengur misskilningur að húðin verði ekki brún þó að maður láti sólarvörn en það er bull. Áburðurinn ver húðina bara fyrir skaðlegum geislum.
Mikil hætta er á húðkrabbameini sé þetta ekki gert og það að fá húðkrabba er mjög slæmt, jafnvel lífshættulegt.
Þeir sem vilja halda húðinni unglegri ættu að spara sólböðin enda er húðin mun fljótari að hrukkast hjá þeim sem stunda óhófleg ljósaböð en hjá þeim sem fara sjaldan eða aldrei í ljós.
Það er líka hægt að brúnka sig með öðrum leiðum en birtu, t.d. með brúnkukremi og öðru slíku.
Kv Hibi