jæja…mig langar að segja frá þessu vandamáli mínu…ég semsagt, naga neglurnar…og það mjög illa. Ég naga ekki bara neglurnar sem eru komnar fyrir löngu svo langt upp í kviku að ég finn ekki lengur verk. Þegar ég er búin að naga neglurnar svona langt hætti ég ekki heldur held áfram að annaðhvort plokka naglaböndin eða naga húðina í kringum neglurnar. Mér hefur tekist að hætta alveg að naga neglurnar en gleymdi mér þá og nagaði þær allar niður. Ég dauðskammast mín fyrir neglurnar og hata að naga þær svona…en oft er eins og ég taki ekki eftir því að ég sé að naga… t.d. ef ég er að horfa á sjónvarpið eða lesa bók. Þær eru viðbjóslega ljótar og ég veit um nokkra sem naga neglurnar en á þeim eru þær ekki nærðum því eins ógeðslegar. Sumir sem ég þekki segja að þetta sé merki um taugaveiklun…þar sem ég er ekkert sérstaklega taugaveikluð hugsa ég að þetta sé frekar ávani :/ ég hef negnilega nagað neglurnar síðan ég man eftir mér. Mig langar að hætta og er alltaf að reyna það…en það gengur bara ekkert vel…eru eitthverjir hugarar sem nöguðu eða naga neglurnar? og hafa þá tekist að hætta…hvernig þá? hvaða aðferðir notuðuð þið?? Mig sárvantar hugmyndir en er eiginlega uppiskroppa…gerið það hjálpið mér! :]