Konur sem að eru á háum hælum í vinnunni. Íslenskar konur eru duglegar að fylgja tískunni og enginn getur sagt að þær séu ekki flottar. En stundum finnst manni sem að þær gangi alltof langt og verði alveg hræðilega pjattaðar og hégómlegar. Ég hef veitt því athygli hvað margar konur á vinnustöðum eru farnar að ganga á skóm með pinnahælum og mjórri tá daglega, ég hef tekið eftir nokkrum konum á mínum vinnustað sem að eru orðnar svo fínar í tauinu að þær mæta vikum saman á háhæluðum skóm, með pinnahælum og mjög támjóum. Þetta eru oftast konur á skrifstofum og í alls kyns háum stöðum, það er löngu vitað að það fer ekki vel með fæturna að vera í svona skótaui daglega og þetta er í mínum huga flott spari en ekki eins hvers dags. Ég var að velta fyrir mér hvað væri efst í huga þessara kvenna og væri gaman ef að einhverjar dömur sem að eru í svona skóm daglega tjáðu sig hérna. Ekki það að ég segi að þær hafi ekki rétt til þess að ganga á pinnahælum ef að þeim langar og alls ekki er ég að segja að þetta sé ekki við hæfi en hvað er þetta með konur og háa hæla, það er eins og þetta sé eitthvað svo sálfræðilegt eða andlegt. Eru konur að upplifa sig meira sexý á háum hælum eða eru þær að finna fyrir auknum völdum á svona skóm? Kannski fáránlegar hugrenningar en ég vildi gjarnan að þær sem að halda mikið upp á pinnahæla tjáðu sig. Líka hef ég tekið eftir að gellur sem að vilja vera á pinnahælum eru líka mjög veikar fyrir þröngum gallabuxum og þá helst svona dökkbláum og sparilegum gallabuxum, með útvíðum skálum en níðþröngar um rass og læri. Ef að fleiri hafa veitt þessu athygli þá væri flott að þeir tjáðu sig.